Mjög rakt loft

Eitt ţeirra fjölmörgu veđurkorta sem ćstustu veđurnörd ţessa lands fylgjast grannt međ er ţađ sem sýnir svokallađ „úrkomumćtti“ (á guđamálinu „precipitable water“). Hversu mikiđ vatn vćri hćgt ađ kreista út úr fermetravíđri súlu beint ofan viđ hvern stađ (alveg uppúr). Ţađ sem sett er á kortin eru millimetrar (mögulegrar) úrkomu. Hér á landi finnst manni 20 mm nokkuđ mikiđ og fari gildin yfir 30 fer mađur ađeins ađ óróast. 

En vatnsmagniđ eitt og sér sagir auđvitađ ekkert um úrkomuna. Til ađ af henni verđi ţarf ađ kćla loftiđ (oftast međ ţví ađ lyfta ţví). Svo lengi sem ekkert - eđa lítiđ - uppstreymi á sér stađ liggur vatnsgufan róleg innan um ađrar lofttegundir - myndar kannski örsmáadropa (mistur) eđa ađeins stćrri (ţá ský). 

Flestir sem á annađ borđ eru í ţví ađ skođa veđurkort fylgjast vel međ úrkomuspám, úrkomusvćđum og skilum og ţess háttar. Nú er málum ţannig háttađ ađ spár gera nú ekki ráđ fyrir verulegri úrkomu á morgun (föstudag 16.júní) og ekki heldur á ţjóđhátíđardaginn. Ţess vegna kemur úrkomumćttiskort morgundagsins nokkuđ á óvert (eđa ţannig).

w-blogg150623a

Spáin gildir kl.15 á morgun, föstudag. Á bleiku svćđunum er úrkomumćttiđ um og yfir 20 mm og fer upp í meir en 30 mm yfir Úthérađi. Viđ megum taka eftir ţví ađ Bárđarbunga stendur upp úr mesta rakanum (rakamagn er langoftast langmest í neđstu lögum), ţar er úrkomumćttiđ ekki nema 10 mm (en ţađ er samt allhá tala miđađ viđ hćđ stađarins). Úrkomuspá igb-líkansins sýnir ađ vísu talsverđar skúrir á stangli í innsveitum á Norđausturlandi - en bara rétt á stangli og ekki víst ađ af ţeim verđi. Svo er lítilsháttar úrkomu spáđ á blettum vestanlands. 

En svona er ţađ stundum - nćgilegt vatn til flóđa, en enginn nennir ađ lyfta ţví, úr- og ístreymi er ekki rétt rađađ til ţess og svo virđist sem sólarylur ćtli ekki ađ duga (sé úrkomuspáin rétt). En - viđ skulum ţó líta á annađ spákort igb-líkansins.

w-blogg150623c

Ţetta kort gildir líka síđdegis á morgun (föstudag) og sýnir svokallađ veltimćtti. Viđ skilgreinum ţađ svo: 

Veltimćtti (CAPE – convective available potential energy) er sú stađorka sem loftböggull öđlast viđ ađ vera lyft innrćnt frá ţéttingarhćđ og upp í hćđ ţar sem flotjafnvćgi ríkir. Veltimćttiđ er mest ţar sem ţurrt loft liggur yfir mjög röku hlýju lofti. 

Ţetta hljómar auđvitađ ekki mjög skýrt - en er samt mćlikvarđi á afl skúra- eđa ţá jafnvel ţrumuveđra. Gildin sem viđ sjáum yfir landinu austanverđu eru nokkuđ há - sem táknar á mannamáli ađ takist sólarylnum ađ komast upp úr hitahvörfum (sem útgeislun nćturinnar - og hafgola dagsins í dag er búin ađ búa til) verđur mikill lóđréttur ruđningur og dembur stórar - jafnvel ţrumur. Veltimćttiđ sem evrópureiknimiđstöđin tilgreinir yfir Austfjörđum á morgun er líka mikiđ - óvenjumikiđ reyndar. 

En allt er ţetta bara „mćtti“ - ţađ er ekkert víst ađ neinn umturnist - en líkur ţó greinilega miklu meiri austanlands heldur en vestan. Viđ verđum ekkert óskaplega hissa ţótt einhvers stađar vökni.

Ţetta raka loft á ađ liggja yfir landinu nćstu daga. Á sunnudaginn kemur ţurrara loft úr vestri - niđurstreymisafurđ frá Grćnlandi.

w-blogg150623b

Úrkomumćttiđ er ţá enn yfir 20 mm víđa um land, en er ekki nema 5 til 6 mm í ţurra loftinu (sem er ţó ekkert afburđaţurrt). Ţarna eru einhvers konar skil á ferđ - ţurrt loft sćkir ađ röku. Spár gera ráđ fyrir ţví ađ talsvert rigni í framhaldinu - kaldara loft tekst á viđ ţađ hlýja og raka. Of snemmt er ađ velta sér upp úr ţví (ţó „frođumćtti“ ritstjóra hungurdiska sé sé mikiđ er leti hans meiri).


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2025
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg130825a
  • w-blogg090825e
  • w-blogg090825d
  • w-blogg090825c
  • w-blogg090825b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.8.): 59
  • Sl. sólarhring: 77
  • Sl. viku: 1203
  • Frá upphafi: 2491903

Annađ

  • Innlit í dag: 47
  • Innlit sl. viku: 1058
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 43

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband