24.5.2023 | 21:39
Óróinn
Veðurlag er býsna órólegt þessa dagana. Ritstjóri hungurdiska er spurður um það hvort þetta sé óvenjulegt á þessum árstíma. Þá þarf e.t.v. að spyrja að hvaða leyti óvenjulegt? Það er alla vega ekki óvenjulegt fyrir kulda eða úrkomuákefð. Maímánuður hefur hins vegar sannarlega verið bæði votur og sólarlítill um landið suðvestanvert. Í lok dags í gær (þriðjudaginn 23. maí) var úrkoman í mánuðinum í Reykjavík komin upp í 92,1 mm og hefur aðeins fjórum sinnum mælst meiri á sama tíma. Það var 1896 (100,5 mm), 1988 (94,4 mm), 1989 (92,6 mm) og 1991 (107,2 mm). Við megum taka eftir því að þetta gerðist sum sé þrisvar á fjórum árum að úrkoma þessa daga var meiri en nú - en annars ekki nema 1896. Framhaldið varð mjög ólíkt þessi ár. Sólskinsstundirnar í maí í Reykjavík höfðu til sólarlags í gær aðeins mælst 73,5 og hafa aðeins tvisvar verið færri, 1939 (64,0) og 1980 (53,1). Ekkert segir sólarleysið heldur neitt um framhaldið.
En vindbelgingurinn hefur verið nokkuð óvenjulegur. Maívindhraðamet (bæði 10-mínútna meðalvindhraði og hviður) hafa verið sett á allmörgum stöðvum, þar af á einum níu sem athugað hafa í meir en 20 ár (Gagnheiði, Súðavík, Hornbjargsviti, Bjarnarey, Rauðinúpur, Papey, Kárahnjúkar, Upptyppingar og Neskaupstaður).
Mælitölur ritstjóra hungurdiska telja vindinn í gær svipaðan og var þann 20.maí 2018 (sem einhverjir muna ef til vill). Stormhlutfallið var hærra á sjálfvirku stöðvunum nú heldur en þá, en meðalvindhraði sólarhringsins hins vegar svipaður. Útsynningsveður bæði tvö. Sé litið lengra aftur rekst ritstjórinn á fáein minnisstæð útsynningsveður í maí og júní, heldur meiri þó. Má telja 19. júní 1992 (rétt á undan Jónsmessuhretinu illræmda), sömuleiðis veðrið sem gerði þann 17. og 18. júní 1988, ákaflega illkynjað útsynningsveður og eftirminnilegt þá hversu mikið sá á gróðri. Í enn fjarlægari fortíð er síðan vestanveðrið mikla 27. og 28. maí 1956. Ritstjórinn getur ekki heiðarlega sagt að hann muni eftir því, en man hins vegar að mikið var um það talað árum saman. Allt kjarr í Borgarfirði og á Mýrum varð svart áveðurs - en hélt græna litnum í skjólmegin. Misjöfn sýn blasti því við eftir því í hvora áttina ekið var eftir vegum. Illt útsynningsveður gerði einnig 19. júní 1940. Í ungdæmi ritstjórans minntust eldri menn maímánaðar 1914 með hrolli en þá gerði afarslæm útsynningshret. Eins má minnast mikils júnívestanrosa um miðjan júní 1899 og fyrir miðjan júní 1888.
Síðan eru öll norðan- og norðaustanhretin á þessum árstíma önnur saga, og jafnan alvarlegri.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 20
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 985
- Frá upphafi: 2420869
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Gott að fá yfirvegaða lýsingu athuguls vísindamanns.
Þormóður Garðar Símonarson (IP-tala skráð) 25.5.2023 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.