Smávegis kuldametingur

Það er óvenjukalt á landinu þessa dagana, sólarhringsmeðalhiti gærdagsins (10.mars) var -9,3 stig í byggðum landsins. Við eigum samt slatta af kaldari marsdögum á lager, en þó engan eftir aldamót. Í mars 1998 voru fimm dagar kaldari en gærdagurinn. Líklega verður enn kaldara í dag (11.mars). Það er því varla kominn tími á að gera þetta kuldakast upp. 

w-blogg110323a

Hér má sjá hádegisgreiningu evrópureiknimiðstöðvarinnar á þykktinni (heildregnar línur) og hita í 850 hPa-fletinum á hádegi í dag (11.mars). Þykktin yfir miðju landi er ekki nema 405ö metrar. Það er ekki oft sem svona lágar tölur sjást yfir landinu. Þykktarbratti er nokkur - yfir Kaflavík er þykktin t.d. um 4 metrum hærri heldur en yfir landinu miðju. Við eigum til þykktarathuganir yfir Keflavík aftur til 1952. Ámóta lágar tölur hafa þar nokkrum sinnum sést í mars, síðast í kuldakastinu mikla 1998. 

Við eigum líka samanburð lengra aftur, með aðstoð endurgreininga. Hafa verður þó í huga að þær eru ekki mjög nákvæmar, við höfum bandarísku endurgreininguna t.d. grunaða um að vera lítillega of hlýja miðað við núverandi líkan evrópureiknimiðstöðvarinnar og örugglega of hlýja förum við meir en 100 ár aftur í tímann. 

Þrátt fyrir þennan óvenjulega kulda stendur þannig á spori að langt er í lágmarksmet í einsökum þrýstiflötum yfir Keflavík. Við erum næst meti í neðstu flötunum, 925 og 850 hPa, en langt frá þeim í 700 (3 km hæð) og 500 (5 km hæð).

Það er í raun allt of snemmt að vera að skrifa eitthvað hér um þetta kuldakast - ekkert er útséð um það - (ritstjóri styður á „vista og birta“ og stendur síðan upp - án þess að hneigja sig eða biðjast afsökunar). . 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg120324a
  • w-blogg080324a
  • w-blogg010324c
  • w-blogg010324b
  • w-blogg010324a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 81
  • Sl. viku: 971
  • Frá upphafi: 2341345

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 889
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband