11.3.2023 | 14:20
Fyrstu tíu dagar marsmánaðar
Fyrstu tveir dagar mánaðarins voru nokkuð hlýir, en síðan hefur staðið samfellt kuldakast. Meðalhiti fyrstu tíu dagana er -0.9 stig í Reykjavík, -1,2 stigum neðan meðallags 1991 til 2020 og -1,6 stig neðan meðallags síðustu tíu ára. Hitinn raðast í 20. hlýjasta sæti á öldinni (þrisvar sinnum hafa sömu dagar verið kaldari). Kaldast var 2002 og 2009, meðalhiti í báðum tilvikum -2,1 stig, en hlýjast 2004, meðalhiti þá +6,3 stig. Á langa listanum er hiti nú í 97. hlýjasta sæti (af 151). Kaldastir voru þessir sömu dagar 1919, meðalhiti -9,9 stig, en hlýjastir voru þeir 2004 eins og áður sagði, meðalhiti +6,3 stig.
Meðalhiti fyrstu tíu daga mánaðarins á Akureyri er -1,6 stig, -0,6 stigum neðan meðallags sömu daga 1991 til 2020 og -0,7 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára.
Það hefur verið kaldara að tiltölu austanlands heldur en vestan. Á Vestfjörðum raðast hitinn í 14. hlýjasta sæti aldarinnar, en á Austfjörðum og Suðausturlandi er hann í næstneðsta sæti. Á einstökum veðurstöðvum hefur að tiltölu verið hlýjast á Möðruvöllum í Hörgárdal, þar er hiti fyrstu 10 dagana í meðallagi síðustu tíu ára, en kaldast á Höfn í Hornafirði þar sem hiti hefur verið -2,8 stigum neðan meðallags.
Sérlaga þurrt hefur verið á Suður- og Vesturlandi. Aðeins hafa mælst 1,5 mm í Reykjavík. Nokkrum sinnum hefur úrkoma mælst minni í Reykjavík sömu daga, síðast 2018 þegar hún var aðeins 0,1 mm. Á Akureyri hefur úrkoman til þessa mælst 13,6 mm og er það um 75 prósent meðalúrkomu þar.
Sólskinsstundir hafa mælst 51,8 í Reykjavík, um 19 fleiri en í meðalári, en hafa þó 10 sinnum mælst fleiri sömu almanaksdaga. Á Akureyri eru sólskinsstundirnar nú orðnar 20,4 og er það í meðallagi.
Loftþrýstingur hefur verið óvenjuhár það sem af er mánuði. Meðaltalið er nú 1026,4 hPa í Reykjavík og hefur aðeins tvisvar sinnum verið hærra sömu daga síðustu 202 árin. Það var 1847 og 1962.
Hiti fór ekki upp fyrir frostmark á landinu í gær (10.) og ekki heldur þann 7. Þannig var einnig um þrjá daga í desember. Hin síðari ár hafa dagar sem þessir verið mjög fáir, t.d. voru þeir aðeins tveir samtals á átta árum, 2014 til 2021.
Lágmarkshiti í Reykjavík í nótt (aðfaranótt 11.mars) var -14,8 stig, á kvikasilfursmælinn fór frostið í -14,6 stig. Þetta er óvenjumikið frost. Spurt var hvert væri mesta frost sem mælst hefði í mars í Reykjavík. Það er -22,1 stig sem mældust 22. mars 1881. Um þær mundir fór frostið í meir en -20 stig þrjá daga í röð. Ellefu árum síðar, þann 9. mars 1892 mældist frostið -20,5 stig í Reykjavík. Mesta frost í Reykjavík í mars síðustu 100 árin er -16,4 stig, þann 9. mars 1969. Daginn áður mældist það -16,3 stig - þetta verður þó að teljast sama tilvikið. Þann 7.mars 1998 mældist frostið í Reykjavík -14,9 stig - ómarktækt meira en nú.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:31 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 112
- Sl. sólarhring: 127
- Sl. viku: 1538
- Frá upphafi: 2407543
Annað
- Innlit í dag: 91
- Innlit sl. viku: 1364
- Gestir í dag: 82
- IP-tölur í dag: 82
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.