Vonandi

Á morgun, sunnudag 19. febrúar, kemur enn ein lægðin að landinu og fer síðan austur um Skaftafellssýslur. Ritstjóranum leist mjög illa á hana í fyrradag, en reiknimiðstöðvum hefur tekist að róa hann nokkuð niður. Þær segja - „jú, þetta er alvörulægð, en hún er samt ekki af þeim styrk sem þú óttaðist (gamli kall)“. 

w-blogg180223a

Hér er spá evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir kl.6 að sunnudagsmorgni 19. febrúar. Lægðin er þá í svonefndum óðavexti (dýpkar um meir en 24 hPa á sólarhring) - en samt ekki mikið meira en það. Verði lægðin aðeins dýpri heldur en spár gera nú ráð fyrir fer hún farið sjónarmun vestar. Þar með skellur vestanstrengurinn sunnan við hana á landinu af hafi - með tilheyrandi sjávarflóðahættu. Rætist spár fer aðalstrengurinn sunnan við land (af heldur minna afli). Vindaspár fyrir Suðausturland annað kvöld eru þó býsna snarpar og rétt að huga að. Sömuleiðis kemur vindstrengur af vestri inn á Reykjanes og Faxaflóa síðdegis - kannski rétt að vara sig á honum, þó ekki sé af verstu gerð. Fjallvegir á mestöllu landinu verða líka varasamir viðfangs - allir ferðalangar eiga að gefa veðri og veðurspám gaum.  

Góa byrjar sum sé nokkuð höstugt - og skemmtideildir reiknimiðstöðvanna halda áfram að keppa um athygli við aðrar efnisveitur netsins og dreifa sápunni. Veðurnördin eru ánægð með það - (eða þannig).  

En vonandi hafa reiknimiðstöðvar rétt fyrir sér með þessa lægð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5
 • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.4.): 209
 • Sl. sólarhring: 457
 • Sl. viku: 1973
 • Frá upphafi: 2349486

Annað

 • Innlit í dag: 194
 • Innlit sl. viku: 1786
 • Gestir í dag: 192
 • IP-tölur í dag: 189

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband