15.2.2023 | 02:25
Riðalauf
Í dag, miðvikudaginn 15. febrúar 2023, fer smálægð hratt til norðausturs ekki langt undan Suðausturlandi. Ekki eru spár alveg sammála um hversu nærri landi lægðin fer. Satt best að segja eru gamlir ryðkláfar (eins og ritstjóri hungurdiska) hálfgapandi yfir því að tölvuspár skuli yfirleitt ná að fanga lægðir sem þessar - og það jafnvel með margra daga fyrirvara (öðruvísi mér áður brá). Lægðin varð eiginlega ekki til fyrr en síðdegis í gær - nánast út úr engu.
Hitamyndin hér að ofan er tekin kl.1 í nótt. Gul ör bendir á Ísland. Yfir landinu og fyrir vestan og suðvestan það eru allmiklir éljaklakkar. Rauð ör bendir á smálægðina. Í erlendum fræðaskrifum eru lægðir af þessu tagi kallaðar baroclinic leaf - upp á ritstjórnaríslensku riðalauf. Þau verða til í óstöðugu lofti (aðallega þó á jaðarsvæðum þess) þar sem lítilsháttar, en óstöðugt misgengi verður á milli hæðar- og þykktarflata - á sama hátt og myndar fjölmargar stórar (riða-)lægðir sem þá eru oftast tengdar heimskautaröstinni eða skylduliði hennar. Freistast má til að teikna bæði hita-, kulda- og/eða samskil í svona lægðir - og jafnvel finna afturbeygð skil, stingrastir eða hvað þetta heitir allt saman (og við hljótum að hafa á hreinu). Gangi svona kerfi inn í stærri - t.d. elti kuldaskil stórrar lægðar uppi verður það til sem á útlensku er nefnt instant occlusion - einhvers konar skyndilægðagrautur (þjált íslenskt heiti hefur ekki fundist - þrátt fyrir ákafa leit í frumskógi ónefna - en vonandi kemur að því).
En á hádegi (miðvikudag 15. febrúar) á lægðin að vera suður af Ingólfshöfða, ekki langt norður af þeim stað sem veðurskipið Indía var á æskuárum ritstjórans, og stefnir í norðaustur eða norðnorðaustur. Úrkomusvæðið (grænt og blátt) vestan við lægðina stefnir í átt að Suðausturlandi. Við athugum að kort sem þessi sýna uppsafnaða úrkomu - hún myndar því í þessu tilviki rönd í hreyfistefnu mestu úrkomuákefðar, úrkomunni er í raun lokið að mestu syðst í röndinni þegar kortið gildir. Gömul lægð er svo fyrir vestan land, full löngunnar til að taka þátt í leiknum, en er orðin of svifasein. Í henni er þó töluverður éljabakki sem ætti að falla inn á landið þegar litla lægðin er gengin hjá. Sem stendur gera spár ekki mjög mikið úr þessum bakka.
Kortið af ofan gildir líka á hádegi og sýnir um það bil sama svæði og hitt (örlítið minna). Litir sýna vindhraða, en örvar vindstefnu. Við sjáum hér vel vindstrenginn snarpa sunnan lægðarmiðjunnar litlu. Þar er mesti 10-mínútna vindur nærri 28 m/s og hviður upp í 35 m/s. Í bakkanum vestan við land er gert ráð fyrir 18 til 20 m/s þar sem mest er (alveg nóg til að mann þurfa að taka tillit til við sum verk).
Staða sem þessi var auðvitað afskaplega varasöm á árum áður. Freistandi var að fara á sjó á smábátum eða helda í ferðalög gangandi milli landshluta. Þótt eins konar blikubakki fylgi riðalaufum er hann miklu fyrirferðarminni heldur en þeir sem fylgja þeim stóru og tíminn frá því menn verða hans varir og illviðri skellur á er þess vegna miklu styttri. Sömuleiðis er éljabakki eins og sá sem hér má sjá fyrir vestan land mjög varasamur smábátum og vana menn eða heppna þarf til að sleppa hjá áföllum. Brot geta myndast á sjó - og brim ýfst upp við lendingar. En nú eru fáir smábátar á sjó - og veðurpár miklum mun öruggari en var - fyrir aðeins 20 til 25 árum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 951
- Sl. sólarhring: 1119
- Sl. viku: 3341
- Frá upphafi: 2426373
Annað
- Innlit í dag: 846
- Innlit sl. viku: 3002
- Gestir í dag: 826
- IP-tölur í dag: 761
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.