7.1.2023 | 00:07
Litlar efnislegar breytingar
Ekki er að sjá afgerandi breytingar á veðurlagi á næstunni. Að vísu er ekki alveg jafnkalt framundan eins og hefur verið og eitthvað verður um vind og snjóhraglanda - aðallega þó fyrir norðan og á Vestfjörðum. Vonandi ekki mikið um stórviðri á þessum stórviðrasamasta tíma ársins.
Kortið sýnir spá everópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir síðdegis á morgun (laugardag 7.janúar). Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar - af þeim ráðum við vindstefnu og styrk í miðju veðrahvolfi, en litir sýna þykktina. Hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs, því minni sem hún er því kaldara er loftið. Þykktin yfir Íslandi á að vera nærri meðallagi árstímans á morgun (eða lítillega yfir því) - og því ekki sérlega kalt (víðast hvar).
Við sjáum að heimskautaröstin er nær alls staðar í suðlægri stöðu. Í kringum hana er gjarnan illviðrasamt. Stóru kuldapollarnir eru ekki nærri okkur. Sá vestari (sem við höfum gjarnan til gamans kallað Stóra-Bola er harla aumingjalegur og hefur lengst af verið það það sem af er vetri. Hann hefur að vísu gert einhverjar skyndisóknir til suðurs, bæði um vestanverða Norður-Ameríku og einnig langt suður um Bandaríkin - en þær hafa ekki staðið lengi. Góður kraftur er hins vegar í bróður hans - sem við köllum stundum Síberíu-Blesa. Hann er (eins og oftast) víðs fjarri okkur. Illviðri fylgja oft þessum kuldapollum - fari þeir úr sínum venjulegu bælum - en ekki verður það á okkar slóðum næstu daga.
Þegar svona stendur á eru það helst tvenns konar illviðri sem geta plagað okkur. Annars vegar er það þegar hlýrra loft (ekki endilega mikið hlýrra) sækir fram úr austri eða suðaustri í átt að Grænlandi. Þá þrengir að kalda loftinu þar og það vill þrýstast suðvestur um Grænlandssund - og jafnvel Ísland (ekki fer það í gegnum jökulinn). Þannig staða virðist koma upp nú um helgina og einhverjar gular hríðarviðvaranir eru í gildi í spám Veðurstofunnar - rétt fyrir þá sem eitthvað eiga undir - eða eru á ferðalögum að gefa þeim gaum.
Í stöðu sem þessari getur hins vegar komið upp sú staða sem ritstjórinn kallar öfugsniða - lítillega almennara hugtak heldur en hinn gamalgróni hornriði - en sama eðlis. Norðaustanátt er í neðstu lögum (jaðarlaginu) en suðvestanátt efra. Þá snjóar á Suður- og Suðvesturlandi. Ekki þarf mikið til að þessi staða komi upp hér langt norðan rastarinnar - harla tilviljanakennt og erfitt fyrir líkön og veðurspámenn. Kom þó upp fyrir nokkrum dögum - alveg án nokkurra vandræða.
Reiknimiðstöðvar eru í dag aðallega sammála um að margar næstu lægðir muni halda til austurs fyrir sunnan land - án mikilla áhrifa hér á landi - nema í formi áðurnefndar Grænlandsstíflu. Rétt að taka fram að slíkar stíflur geta orðið mjög illskeyttar - en vonandi erum við ekki að tala um neitt slíkt að þessu sinni. Látum Veðurstofuna og aðra til þess bæra aðila um spárnar - á hungurdiskum eru ekki gerðar spár.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 20
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 985
- Frá upphafi: 2420869
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.