16.12.2022 | 12:29
Fyrri hluti desembermánaðar
Fyrri hluti desembermánaðar hefur verið kaldur - mikil umskipti frá nóvember. Veður hefur þó verið skikkanlegt hingað til. Meðalhiti í Reykjavík er -1,8 stig og er það -2,9 neðan meðallags áranna 1991 til 2020 og -2,6 neðan meðallags síðustu tíu ára. Raðast hitinn í 20. hlýjasta sæti (af 22.) á öldinni - eða það þriðjalægsta. Kaldastir voru sömu dagar árið 2011, meðalhiti þá -3,4 stig, en hlýjast var 2016, meðalhiti +6,4 stig. Á langa listanum er raðast hitinn í 129. sæti (af 149). Á honum eru sömu dagar 2016 hlýjastir, en kaldastir voru þeir 1893, meðalhiti þá -5,9 stig.
Á Akureyri er meðalhiti fyrri hluta desember -3,0 stig, -2,7 stigum neðan meðallags 1991 til 2020 og -1,9 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára.
Þetta er að meðaltali næstkaldasti fyrri hluti desember við Faxaflóa, á Norðausturlandi og á Suðurlandi, en að tiltölu hefur verið hlýjast á Vestfjörðum, þar raðast mánuðurinn í 16. hlýjasta sæti aldarinnar. Á einstökum veðurstöðvum hefur að tiltölu verið kaldast á Þingvöllum þar sem hiti er -4,9 stig neðan meðallags síðustu tíu ára. Hlýjast, að tiltölu, hefur verið á Þverfjalli þar sem hiti er +0,8 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára.
Mjög þurrt hefur verið víðast hvar. Úrkoma í Reykjavík hefur aðeins mælst 12,6 mm, innan við fjórðungur meðallags og er þetta fimmtiþurrasti fyrri hluti desember sem við vitum um (samanburður nær til 126 ára). Á Akureyri hefur úrkoman mælst 8,1 mm, um fimmtungur meðallags.
Sólskinsstundir í Reykjavík hafa mælst 34,5 og er það langtum meira en mest hefur mælst sömu daga áður, ljóst að desembermet er þegar slegið þótt helmingur mánaðarins sé eftir. Á Akureyri er venjulega nær sólarlaust í desember, 0,9 stundir mældust þó þar fyrstu dagana.
Loftþrýstingur hefur verið sérlega hár. Meðaltalið í Reykjavík er 1029,4 hPa, það hæsta sömu daga frá upphafi mælinga fyrir 200 árum. Næstir koma sömu dagar 1846, 1022,5 hPa.
Snjóleysið fer að verða mjög óvenjulegt - en kannski það breytist næstu daga.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 296
- Sl. sólarhring: 442
- Sl. viku: 2658
- Frá upphafi: 2410960
Annað
- Innlit í dag: 252
- Innlit sl. viku: 2335
- Gestir í dag: 238
- IP-tölur í dag: 230
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.