Fyrsti snjór vetrarins í Reykjavík

Í morgun (laugardaginn 17.desember) varð alhvítt í Reykjavík í fyrsta sinn á þessum vetri. Snjódýpt á Veðurstofutúni var mæld 14 cm. Það er ekki oft sem fyrsti alhvíti dagur vetrarins er svo seint. Frá því að samfelldar snjóathuganir hófust í Reykjavík 1921 hefur það aðeins gerst 7 sinnum áður að fyrst verði alhvítt í desember. Litlu munaði að met alls tímabilsins væri slegið nú, ekki munaði nema einum degi að eldra met væri jafnað. Haustið 1933 varð fyrst alhvítt 18. desember - þá mældist snjódýptin hins vegar aðeins 1 cm. Varð það eini alhvíti dagur þess hlýindafræga desembermánaðar. Janúar 1934 varð hins vegar snjóþungur.  

Árið 2000 varð fyrst alhvítt þann 16. desember (hefði kallast 17. hefði ekki verið hlaupár). Síðdegis þann 15. gengu kuldaskil yfir og í kjölfar þeirra snjóaði mikið. Umferð varð erfið um tíma, enda föstudagssíðdegi. Þetta gekk fljótt yfir. Þann 16. mældist snjódýptin þó 22 cm. Tveimur dögum síðar var aftur orðið alautt og alautt var um jólin. Árin 1997 og 1995 varð fyrst alhvítt í Reykjavík 8. desember, og 10. desember 1976 og 1973. Desember 1973 er meðal þeirra köldustu í okkar minni. Árið 1960 dróst til 3. desember að alhvítt yrði í Reykjavík. Þá fór lægð hratt til austurs skammt fyrir sunnan land. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 111
  • Sl. viku: 1496
  • Frá upphafi: 2348741

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1302
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband