6.12.2022 | 17:06
Snjóleysi (og fleira).
Snjóleysið í haust fer að verða óvenjulegt, en þó er ekki enn um met að ræða - alla vega um landið sunnanvert. Þetta er í áttunda sinn síðustu 100 árin að ekki verður alhvítt í Reykjavík fyrr en í desember. Síðast gerðist það árið 2000, þá varð fyrst alhvítt þann 16. Lengst dróst það að alhvítt yrði árið 1933, til 18. desember. Ekki hefur orðið alhvítt í Reykjavík síðan 5. apríl eða í 246 daga. Það fer (úr þessu) líka að verða óvenjulegt, en er þó mjög langt frá meti (sjá eldri pistil hungurdiska).
Á Akureyri var snjólaust í nóvember. Staðan er enn óvenjulegri á Akureyri. Þar varð jörð flekkótt 16.október, en hefur ekki orðið alhvít fram að þessu í haust. Haustið 1976 varð fyrst alhvítt á Akureyri 21. nóvember og 17. nóvember árið 2016. Dagleg snjóhulugögn á Akureyri ná hins vegar ekki nema aftur til 1965. Aldrei varð alhvítt á Akureyri í nóvember 1987, en þá voru fáeinir alhvítir dagar í október. Snjóhula hefur þó verið athuguð lengur á Akureyri, en í fljótu bragði virðist sem október og nóvember hafi aldrei verið lausir við alhvítan dag frá því að þær athuganir byrjuðu um 1930 (aðeins vantar þó inn í).
Það tekur tíma að taka saman snjóhuluupplýsingar allra stöðva og samanburður á landsvísu því ekki aðgengilegur sem stendur.
Loftþrýstingur er mjög hár um þessar mundir - þótt ekki sé um met að ræða. Loftþrýstimet eru dálítið erfið viðfangs. Samanburður er ætíð gerður við sjávarmál, 45 gráðu breidd og hita við frostmark. Sú regla sem notuð eru til að reikna þrýsting til sjávarmáls er ónákvæm og hér á landi teljum við sjávarmálsþrýsting á stöðum á hálendi vart methæfan. Hæsti þrýstingur sem hefur mælst í þessari syrpu til þessa eru 1049,1 hPa við Kolku um miðnætti í gærkvöldi (5.desember). Á láglendi hefur þrýstingur farið hæst í 1046,9 hPa í Víðidal við Reykjavík og í Grundarfirði, 1046,8 hPa. Báðar þessar stöðvar hafa hins vegar nýlega hafið þrýstimælingar og geta varla talist útskrifaðar sem metbærar. Hæsti þrýstingur í Reykjavík var 1045,5 hPa. Mælingin úr Víðidal er því líklega röng. Öruggari teljum við töluna frá Egilsstaðaflugvelli frá því í gærkveldi, 1046,7 hPa. Fjöldi annarra stöðva skráði nærri því sama þrýsting.
Trúlega er þrýstingur nú lítillega hærri heldur en hann varð 13. desember 1995. Þá mældist hann hæst 1045,9 hPa á Kirkjubæjarklaustri. Við þurfum síðan að fara aftur til 1926. Þá fór þrýstingur í 1046,4 hPa á Raufarhöfn á jólanótt. Á þeim tíma var þrýstingur aðeins mældur á fáum stöðum á landinu. Ein eldri desembertala er örugglega hærri en það sem hæst hefur orðið nú, 1054,2 hPa. Það gildi er þó nokkuð óvíst, gæti verið 1 hPa lægra. Mörg eru álitamálin. Vafalaust er þetta þó hæsti þrýstingur sem mælst hefur í desember hér á landi. Það er ólíkt með 1917-tilvikinu og því nú að þá reis þrýstingurinn hratt, og fór síðan hratt niður aftur. Um þetta tilvik og fleiri atburði þessa merka desembermánaðar má lesa í sérstökum eldri pistli á hungurdiskum.
Ekki er langt síðan þrýstingur fór síðast í 1050 hPa hér á landi. Það var 28. mars 2020 þegar hann mældist hæst 1050,5 hPa í Hjarðarlandi í Biskupstungum. Finna má pistil um hæsta þrýsting á Íslandi á vef Veðurstofunnar.
Viðbót síðdegis 7.desember:
Athugulir lesendur bentu ritstjóranum annars vegar á að lægsti hiti haustsins í Reykjavík hefði verið -1,4 stig. Þetta er auðvitað óvenjulegt. Í dag er þetta lágmark vetrarins (til þessa) komið niður í -3,5 stig (ámóta staða og 2012 og 1933).
Hins vegar barst sú ábending að ekki hefði mælst frost á Stórhöfða í Vestmannaeyjum fyrr en 5. desember og spurt var hvort slíkt væri ekki óvenjulegt. Jú, það er það. Síðasta dagsetning sem við vitum um fram að þessu sýnist ritstjóranum vera 21. nóvember 1976. Ekki hefur enn frosið í Surtsey. Það er þó ekki alveg dæmalaust, því árið 2016 fraus þar ekki fyrr en 20.desember.
Þakka þessar ábendingar - vonandi er rétt flett upp.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 7.12.2022 kl. 16:19 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 189
- Sl. sólarhring: 541
- Sl. viku: 2551
- Frá upphafi: 2410853
Annað
- Innlit í dag: 158
- Innlit sl. viku: 2241
- Gestir í dag: 157
- IP-tölur í dag: 154
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.