Nóvemberhitamet í Reykjavík?

Töluverđ hlýindi eru á landinu ţessa dagana og nokkuđ um hitamet, fjöldi dćgurmeta einstakra stöđva, en líka fáein nóvembermet. Í gćr (sunnudaginn 13.nóvember) mćldist hiti á hinni opinberu stöđ á Veđurstofutúni 12,7 stig. Ţađ er 0,1 stigi hćrra en mćlst hefur á henni til ţessa. En nú kemur ađ ákveđinni flćkju. Fram til hausts 2015 hafđi hiti veriđ mćldur á 3 stunda fresti í hitamćlaskýli og lesiđ var af kvikasilfursmćli. Hámarkshiti var lesinn af kvikasilfurshámarkshitamćli tvisvar á dag. Frá ţví í desember 2015 hefur hiti mćldur á mćli sjálfvirku stöđvarinnar veriđ notađur í stađ kvikasilfursmćlingar í skýli í veđurskeytum í Reykjavík - og ţar međ telst hann hinn opinberi hiti.

Ţann 19. nóvember 1999 gekk feikihlýtt loft úr suđri yfir landiđ. Hámarkshiti mćldist ţá 12,6 stig á kvikasilfursmćlinn í skýlinu. Aftur á móti mćldi sjálfvirka stöđin hćst 13,2 stig ţennan dag. Í gćr (sunnudaginn 13. nóvember) mćldi hin opinberi mćlir (sá sjálfvirki) hćst 12,7 stig - eins og áđur sagđi. Ćttu nú flestir ađ sjá hvađa vandi blasir viđ. Er 12,7 stig nýtt hitamet fyrir nóvember - eđa á ađ slaka á og viđurkenna 13,2 stig sjálfvirku mćlingarinnar frá 1999 sem slíkt met?

En ţetta er ekki öll flćkjan. Tvćr hámarkshitamćlingar er enn ađ finna í hefđbundnum skýlum á Veđurstofutúni. Ţar standa enn tvö skýli. Í öđru ţeirra er sjálfvirkur skynjari. Ţađ skýli er aldrei opnađ - nema til viđhalds. Hámarkshiti gćrdagsins á ţeim mćli var 12,8 stig. Ber vel saman viđ hinn sjálfvirka mćlinn (munar ađeins 0,1 stigi).

Aftur á móti er nú lesiđ tvisvar á sólarhring af kvikasilfurshámarksmćli í hinu skýlinu. - Ţar voru 13,0 stig lesin kl.18 í gćr - og síđan 13,9 stig í morgun (14. nóvember). Líklegt er ađ síđari talan sé röng, hefđi átt ađ vera 12,9 stig - en ţađ vitum viđ auđvitađ ekki međ fullri vissu.

Hvort máliđ fer í nefnd veit ritstjóri hungurdiska ekki - en í augnablikinu stendur ađ hiti í gćr fór í 12,7 stig á opinberu „stöđinni“ í Reykjavík - ţađ hćsta sem mćlst hefur í nóvember.

Ţađ er út af fyrir sig athyglisvert ađ ţegar litiđ er á lista yfir 10 hćstu hámörk nóvembermánađar í Reykjavík ađ viđ ţurfum ađ fara niđur í 9. sćti til ađ finna eldri mćlingu en gamla metiđ frá 1999, allar hinar tölurnar eru frá árunum 1999 og síđar. Hćsta eldri tala er 11,7 stig, frá 8. nóvember 1956.

Hitamet var einnig sett á höfuđborgarsvćđinu (naumlega ţó), fór í 14,7 stig á Skrauthólum á Kjalarnesi. Gamla metiđ, 14,6 stig, var sett á sama stađ ţann 14. áriđ 2011 - ţá komu líka allmargir hlýir nóvemberdagar. Ein eldri mćling sker sig úr í nóvember, 17,4 stig sem mćldust (ađ sögn) á Víđistöđum í Hafnarfirđi 19.nóvember 1945. Sá mánuđur var ađ vísu sérlega hlýr, en mikill dellusvipur er á ţessari Víđistađamćlingu - í handriti hefur veriđ krotađ í hana - kannski á hún ađ vera 7,3 stig - vćri meira í samrćmi viđ ađrar tölur. En af einhverjum ókunnum ástćđum var henni sleppt inn í Veđráttuna. En ritstjórinn treystir sér ekki til ađ verja hana.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ţessi er góđur! Minnir á "VAR" (ţarfaţing) í fótboltanum sem sker úr hvort boltinn var innan línu eđa ekki.

Helga Kristjánsdóttir, 14.11.2022 kl. 18:03

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 86
  • Sl. sólarhring: 123
  • Sl. viku: 1835
  • Frá upphafi: 2348713

Annađ

  • Innlit í dag: 77
  • Innlit sl. viku: 1607
  • Gestir í dag: 72
  • IP-tölur í dag: 72

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband