14.11.2022 | 14:49
Nóvemberhitamet í Reykjavík?
Töluverð hlýindi eru á landinu þessa dagana og nokkuð um hitamet, fjöldi dægurmeta einstakra stöðva, en líka fáein nóvembermet. Í gær (sunnudaginn 13.nóvember) mældist hiti á hinni opinberu stöð á Veðurstofutúni 12,7 stig. Það er 0,1 stigi hærra en mælst hefur á henni til þessa. En nú kemur að ákveðinni flækju. Fram til hausts 2015 hafði hiti verið mældur á 3 stunda fresti í hitamælaskýli og lesið var af kvikasilfursmæli. Hámarkshiti var lesinn af kvikasilfurshámarkshitamæli tvisvar á dag. Frá því í desember 2015 hefur hiti mældur á mæli sjálfvirku stöðvarinnar verið notaður í stað kvikasilfursmælingar í skýli í veðurskeytum í Reykjavík - og þar með telst hann hinn opinberi hiti.
Þann 19. nóvember 1999 gekk feikihlýtt loft úr suðri yfir landið. Hámarkshiti mældist þá 12,6 stig á kvikasilfursmælinn í skýlinu. Aftur á móti mældi sjálfvirka stöðin hæst 13,2 stig þennan dag. Í gær (sunnudaginn 13. nóvember) mældi hin opinberi mælir (sá sjálfvirki) hæst 12,7 stig - eins og áður sagði. Ættu nú flestir að sjá hvaða vandi blasir við. Er 12,7 stig nýtt hitamet fyrir nóvember - eða á að slaka á og viðurkenna 13,2 stig sjálfvirku mælingarinnar frá 1999 sem slíkt met?
En þetta er ekki öll flækjan. Tvær hámarkshitamælingar er enn að finna í hefðbundnum skýlum á Veðurstofutúni. Þar standa enn tvö skýli. Í öðru þeirra er sjálfvirkur skynjari. Það skýli er aldrei opnað - nema til viðhalds. Hámarkshiti gærdagsins á þeim mæli var 12,8 stig. Ber vel saman við hinn sjálfvirka mælinn (munar aðeins 0,1 stigi).
Aftur á móti er nú lesið tvisvar á sólarhring af kvikasilfurshámarksmæli í hinu skýlinu. - Þar voru 13,0 stig lesin kl.18 í gær - og síðan 13,9 stig í morgun (14. nóvember). Líklegt er að síðari talan sé röng, hefði átt að vera 12,9 stig - en það vitum við auðvitað ekki með fullri vissu.
Hvort málið fer í nefnd veit ritstjóri hungurdiska ekki - en í augnablikinu stendur að hiti í gær fór í 12,7 stig á opinberu stöðinni í Reykjavík - það hæsta sem mælst hefur í nóvember.
Það er út af fyrir sig athyglisvert að þegar litið er á lista yfir 10 hæstu hámörk nóvembermánaðar í Reykjavík að við þurfum að fara niður í 9. sæti til að finna eldri mælingu en gamla metið frá 1999, allar hinar tölurnar eru frá árunum 1999 og síðar. Hæsta eldri tala er 11,7 stig, frá 8. nóvember 1956.
Hitamet var einnig sett á höfuðborgarsvæðinu (naumlega þó), fór í 14,7 stig á Skrauthólum á Kjalarnesi. Gamla metið, 14,6 stig, var sett á sama stað þann 14. árið 2011 - þá komu líka allmargir hlýir nóvemberdagar. Ein eldri mæling sker sig úr í nóvember, 17,4 stig sem mældust (að sögn) á Víðistöðum í Hafnarfirði 19.nóvember 1945. Sá mánuður var að vísu sérlega hlýr, en mikill dellusvipur er á þessari Víðistaðamælingu - í handriti hefur verið krotað í hana - kannski á hún að vera 7,3 stig - væri meira í samræmi við aðrar tölur. En af einhverjum ókunnum ástæðum var henni sleppt inn í Veðráttuna. En ritstjórinn treystir sér ekki til að verja hana.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 151
- Sl. sólarhring: 284
- Sl. viku: 2413
- Frá upphafi: 2410402
Annað
- Innlit í dag: 122
- Innlit sl. viku: 2153
- Gestir í dag: 116
- IP-tölur í dag: 110
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Þessi er góður! Minnir á "VAR" (þarfaþing) í fótboltanum sem sker úr hvort boltinn var innan línu eða ekki.
Helga Kristjánsdóttir, 14.11.2022 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.