Sennilega varasamt veður

Eins og fram hefur komið í spám til þess bærra aðila er gert ráð fyrir illviðri víða um land á sunnudaginn (9. október). 

w-blogg071022a

Hér má sjá spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um hæð 500 hPa-flatarins og þykktina síðdegis á laugardag. Allsnörp, köld háloftalægð er á austurleið skammt fyrir sunnan land og inn í hana gengur mun hlýrra loft úr suðri. Þar er lægðabylgja á ferð, ættuð af suðlægari slóðum. Allra hlýjasta loftið í henni fer reyndar suðaustur til Spánar, en hluti fer til norðurs á móts við kuldann. 

Svo vill til að ritstjórinn er nú nýlega búinn að skrifa um lægðir af (nákvæmlega?) þessu tagi í tveimur ársupprifjunarpistlum sínum, bæði 1961 og 1953. Í októberveðrinu árið 1953 urðu miklir fjárskaðar norðanlands, ekki síst vegna þess að veðrið skall óvænt á - og engar tölvuspár að hafa. Veðrið (í nóvember) 1961 var mun verra, þá varð umtalsvert tjón af völdum sjávargangs á Norður- og Norðausturlandi. 

Rétt er að gefa þessari þróun gaum og fylgjast vel með spám og aðvörunum. - En tölvuspárnar segja okkur líka að þetta muni sennilega ekki standa mjög lengi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • w-blogg220225e
  • w-blogg220225d
  • w-blogg220225c
  • w-blogg220225b
  • w-blogg220225a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.2.): 233
  • Sl. sólarhring: 235
  • Sl. viku: 1733
  • Frá upphafi: 2447886

Annað

  • Innlit í dag: 213
  • Innlit sl. viku: 1572
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 190

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband