Til ţess ađ gera svalur júlí

Međalhiti á landsvísu í júlí virđist ćtla ađ enda rétt viđ 10,0 stig. Ţađ er um -0,5 stigum neđan međaltals síđustu tíu ára og -0,4  neđan međallags 1991 til 2020. Ţetta eru auđvitađ nokkur viđbrigđi frá hlýindunum í júlí í fyrra (2021) ţegar landsmeđalhitinn var um 11,7 stig. Ţađ var nćsthlýjasti júlí sem viđ vitum um. Sjónarmun hlýrra var í júlí 1933. 

w-blogg310722a

Myndin sýnir landsmeđalhita í júlí aftur í tímann. Viđ tökum ţó rétt hóflegt mark á árunum fyrir 1874, notum ţćr tölur ađallega til ađ sjá hvađa júlímánuđir voru kaldir og hverjir hlýir á ţeim tíma. Grćni ferillinn sýnir 10-ára keđjumeđaltöl. Hlýindin hafa almennt veriđ íviđ meiri síđustu árin heldur en var á hlýskeiđinu á fjórđa áratug 20. aldar. Ekki hefur komiđ nema einn júlímánuđur sem viđ getum kallađ kaldan. Ţađ var 2015, ţá var talsvert kaldara en nú. Viđ megum líka taka eftir ţví ađ júlíhitinn nú er hćrri en hann var nćrri ţví alla júlímánuđi á árunum 1961 til 1990 - sem eru ađ sumu leyti hinir „eđlilegu“ hjá okkur gömlu mönnunum. Yngra fólk man ţá tíđ auđvitađ ekki. 

Reynslan segir okkur ađ ţađ er oft erfitt ađ komast út úr veđurfestum á miđju sumri. Til ţess ţarf annađ hvort árásir öflugra kuldapolla úr norđri eđa mikil hlýindi sunnan úr höfum. Líkur á slíkum atburđum aukast ţegar kemur fram yfir miđjan ágústmánuđ. Afl vestanvindabeltisins á norđurhveli er ađ jafnađi í lágmarki fyrstu 2 vikur ágústmánađar, en síđan fer ađ bćta í styrk ţess. Er sitt á hvađ hvort ţađ veldur umbótum í veđurlagi eđa ţađ skiptir hreinlega í einhvers konar haustgír. Ekkert vitum viđ enn um ţađ hvađ verđur ađ ţessu sinni. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţađ er eitthvađ annađ uppi á teningnum ef hitinn í höfuđborginni er tekinn sérstaklega fyrir. Ţá ćtti ađ vera óhćtt ađ fullyrđa ađ ţetta sé međ allra köldustu júlímánuđum á öldinni og allt til ársins 1995 (ţá kaldast eđa 10,4 stig). Hinn "kaldi" júlímánuđur 2015 var mun hlýrri í borginni en nú eđa 11,3 stig (en nú stefnir í međalhita um og undir 10,5 stigum!). Allt stefnir ţannig í ađ ţetta verđi kaldasti júlímánuđur í Reykjavík á öldinni (kaldast var 10,6 stig áriđ 2018 og 10,7 stig áriđ 2020). Já, ţađ fer kólnandi en ekki hlýnandi hér í borg sćlunnar - svona mitt í "hnattrćnu hlýnuninni".

Torfi Stefánsson (IP-tala skráđ) 1.8.2022 kl. 13:12

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Međalhiti í Reykjavík í júlí var 10,6 stig - ţađ sama og 2002 og 2018 og nákvćmlega í međallagi áranna 1961-1990. Á ţessari „hlýindaöld“ hefur ekki enn komiđ júlímánuđur sem er neđan ţessa gamla međallags. Förum viđ yfir í hlýrra međaltal, júlí árin 1931-1960 hafa 14 júlímánuđir af 22 á ţessar öld veriđ ofan međallags - ađeins 8 neđan ţess. 

Trausti Jónsson, 1.8.2022 kl. 16:49

3 identicon

Já einmitt, jafn kalt nú og á kalda tímabilinu 1961-90! Ţađ verđur fróđlegt sjá, eftir nokkra daga, samanburđ Veđurstofunnar viđ tímabiliđ 1991-2020. Mér sýnist annars júlí í ár hér í borginni vera heilli gráđu kaldari en međaltal ţessa seinna tímabils og 1,2 stigum undir međaltali síđustu 10 ára. Ekki svo kalt miđađ viđ ađ ţessa "hlýindaöld"?

Torfi Stefánsson (IP-tala skráđ) 1.8.2022 kl. 21:55

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Feb. 2025
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • w-blogg220225e
  • w-blogg220225d
  • w-blogg220225c
  • w-blogg220225b
  • w-blogg220225a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.2.): 5
  • Sl. sólarhring: 281
  • Sl. viku: 1505
  • Frá upphafi: 2447658

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 1364
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband