31.7.2022 | 17:52
Til þess að gera svalur júlí
Meðalhiti á landsvísu í júlí virðist ætla að enda rétt við 10,0 stig. Það er um -0,5 stigum neðan meðaltals síðustu tíu ára og -0,4 neðan meðallags 1991 til 2020. Þetta eru auðvitað nokkur viðbrigði frá hlýindunum í júlí í fyrra (2021) þegar landsmeðalhitinn var um 11,7 stig. Það var næsthlýjasti júlí sem við vitum um. Sjónarmun hlýrra var í júlí 1933.
Myndin sýnir landsmeðalhita í júlí aftur í tímann. Við tökum þó rétt hóflegt mark á árunum fyrir 1874, notum þær tölur aðallega til að sjá hvaða júlímánuðir voru kaldir og hverjir hlýir á þeim tíma. Græni ferillinn sýnir 10-ára keðjumeðaltöl. Hlýindin hafa almennt verið ívið meiri síðustu árin heldur en var á hlýskeiðinu á fjórða áratug 20. aldar. Ekki hefur komið nema einn júlímánuður sem við getum kallað kaldan. Það var 2015, þá var talsvert kaldara en nú. Við megum líka taka eftir því að júlíhitinn nú er hærri en hann var nærri því alla júlímánuði á árunum 1961 til 1990 - sem eru að sumu leyti hinir eðlilegu hjá okkur gömlu mönnunum. Yngra fólk man þá tíð auðvitað ekki.
Reynslan segir okkur að það er oft erfitt að komast út úr veðurfestum á miðju sumri. Til þess þarf annað hvort árásir öflugra kuldapolla úr norðri eða mikil hlýindi sunnan úr höfum. Líkur á slíkum atburðum aukast þegar kemur fram yfir miðjan ágústmánuð. Afl vestanvindabeltisins á norðurhveli er að jafnaði í lágmarki fyrstu 2 vikur ágústmánaðar, en síðan fer að bæta í styrk þess. Er sitt á hvað hvort það veldur umbótum í veðurlagi eða það skiptir hreinlega í einhvers konar haustgír. Ekkert vitum við enn um það hvað verður að þessu sinni.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 28
- Sl. sólarhring: 134
- Sl. viku: 2475
- Frá upphafi: 2434585
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 2199
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Það er eitthvað annað uppi á teningnum ef hitinn í höfuðborginni er tekinn sérstaklega fyrir. Þá ætti að vera óhætt að fullyrða að þetta sé með allra köldustu júlímánuðum á öldinni og allt til ársins 1995 (þá kaldast eða 10,4 stig). Hinn "kaldi" júlímánuður 2015 var mun hlýrri í borginni en nú eða 11,3 stig (en nú stefnir í meðalhita um og undir 10,5 stigum!). Allt stefnir þannig í að þetta verði kaldasti júlímánuður í Reykjavík á öldinni (kaldast var 10,6 stig árið 2018 og 10,7 stig árið 2020). Já, það fer kólnandi en ekki hlýnandi hér í borg sælunnar - svona mitt í "hnattrænu hlýnuninni".
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 1.8.2022 kl. 13:12
Meðalhiti í Reykjavík í júlí var 10,6 stig - það sama og 2002 og 2018 og nákvæmlega í meðallagi áranna 1961-1990. Á þessari „hlýindaöld“ hefur ekki enn komið júlímánuður sem er neðan þessa gamla meðallags. Förum við yfir í hlýrra meðaltal, júlí árin 1931-1960 hafa 14 júlímánuðir af 22 á þessar öld verið ofan meðallags - aðeins 8 neðan þess.
Trausti Jónsson, 1.8.2022 kl. 16:49
Já einmitt, jafn kalt nú og á kalda tímabilinu 1961-90! Það verður fróðlegt sjá, eftir nokkra daga, samanburð Veðurstofunnar við tímabilið 1991-2020. Mér sýnist annars júlí í ár hér í borginni vera heilli gráðu kaldari en meðaltal þessa seinna tímabils og 1,2 stigum undir meðaltali síðustu 10 ára. Ekki svo kalt miðað við að þessa "hlýindaöld"?
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 1.8.2022 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.