Sumum ţykir kalt

Mörgum ţykir heldur svalt á landinu ţessa dagana. Eins og fjallađ var um hér á hungurdiskum í gćr er réttilega bent á ađ nokkur skortur hefur í sumar veriđ á verulega hlýjum dögum.  Međalhámarkshiti júlímánađar á sjálfvirku stöđinni á Veđurstofutúni er í lćgra lagi, stendur nú í 13,4 stigum. Ţetta er međal ţess lćgsta í júlí á ţessari öld, var ţó lćgra 2002 og nćrri ţví ađ sama 2001, 2018 og 2020. Međallágmarkiđ sker sig síđur úr. Sömuleiđis eru veđurspár fyrir nćstu daga ekkert sérlega hlýlegar. 

Ţrátt fyrir ţetta er varla (enn) hćgt ađ tala um kulda á landsvísu). Daglegur landsmeđalhiti hefur veriđ ađ sveiflast í kringum međallag síđustu tíu ára - hefur ţó oftar veriđ lítillega neđan ţess heldur en ofan viđ. Ritstjóri hungurdiska leitar á hverjum degi ađ hćsta hámarkshita á landinu. Hann hefur nú í júlí oftast veriđ á bilinu 18 til 20 stig (ţađ er í lćgra lagi - en ekki svo). Einn dagur sker sig dálítiđ úr fyrir lélegan árangur. Ţađ var sá 3., ţá var hćsti hiti á landinu ađeins 15,9 stig. Ţađ telst lágt, samt eru allmargir júlídagar á öldinni enn lakari - en fćkkar eftir ţví sem viđ nálgumst 15 stigin. Viđ getum fariđ ađ tala um óvenjukaldan dag nái hćsti hiti á landinu ekki 15 stigum í síđustu viku júlímánađar. Á öldinni vitum viđ ađeins um einn slíkan, hinn illrćmda 24.júlí 2009. Ţá var hćsti hiti landsins ađeins 14,7 stig. 

Viđ getum fariđ í leit ađ lćgsta landshámarkshita hvers dags aftur til 1961, hafa verđur ţó í huga ađ mannađa og sjálfvirka kerfiđ eru ekki alveg sambćrileg. Mun fleiri stöđvar mćla nú hámarkshita en ţađ gerđu á árum áđur og líkur á hćrri landshámörkum eru ţví meiri nú en var. Viđ leit í mannađa kerfinu finnum viđ ađeins fáeina daga međ hćsta landshámarki neđan viđ 14 stig síđustu viku júlímánađar, lćgstur er sá 29. áriđ 1970 ţegar hćsta hámark landsins var ađeins 13,5 stig (líklega gerđist ţađ líka ţann 27. júlí 1958). 

Ţađ er óvenjulegt á ţessari öld ef sólarhringsmeđalhiti í Reykjavík í síđustu viku júlímánađar nćr ekki 10 stigum. Kaldast var 24. júlí 2009, međalhiti ađeins 8,1 stig. Sé fariđ lengra aftur finnum viđ 23. júlí 1963. Ţá var međalhiti í Reykjavík ađeins 5,8 stig. Viđ erum nú ekki mörg sem munum ţann dag (ritstjórinn man hann af tilviljun einni saman). En ţađ er e.t.v. ástćđa til ađ kvarta sérstaklega fari sólarhringsmeđalhitinn niđur fyrir 9 stig í Reykjavík.  

Á Akureyri var sólarhringmeđalhiti ţann 23. júlí 2009 ekki nema 6,5 stig - og 23. júlí 1963 ekki nema 4,3 stig. 

Viđ getum líka metiđ kulda međ ţví ađ líta á ţykktina - hún mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs. Lćgsta ţykkt sem viđ ţekkjum í síđustu viku júlí var einmitt 24. júlí 2009, 5290 metrar. Daginn kalda 1963 var hún 5320 metrar (en 5300 yfir Keflavíkurflugvelli). Minni ţykkt en 5370 metrar er óvenjuleg í síđustu viku júlímánađar. Á laugardaginn (30.júlí) á ţykktin yfir landinu ađ fara niđur í 5350 metra. 

Ţó ritstjóranum hafi ekki enn ţótt tiltakanlega kalt - og vart ástćđa til ađ kvarta (enda man hann júlítímana tvenna) - verđur hann samt ađ viđurkenna ađ enn er möguleiki á ađ ástćđa verđi til ţess - helgarspárnar geta alla vega ekki kallast hlýlegar. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 129
  • Sl. viku: 2477
  • Frá upphafi: 2434587

Annađ

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 2201
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband