19.6.2022 | 17:41
Stutt hugleiðing um dægurhitamet
Þegar þetta er ritað (um kl.17) hafði hiti komist í 24,4 stig á Hallormsstað og Egilsstaðaflugvelli í dag (19. júní). Þetta mun vera hæsti hiti ársins á landinu til þessa - og hæsti hiti sem sjálfvirka stöðvakerfið hefur mælt á þessum almanaksdegi. Eldri tölur eru þó til frá mönnuðum stöðvum. Sú sem skráð er sem met í bókum ritstjórans, 26,3 stig er þó nær örugglega röng, Mældist í Möðrudal 1889. Um þessi gömlu Möðrudalshámörk hefur verið fjallað nokkuð áður hér á hungurdiskum. Næsthæsta talan þann 19. sýnist vera frá Hæli í Hreppum 1996. Þá var mjög góður dagur á Suðurlandi og hiti fór á fjölmörgum stöðvum vel yfir 20 stig þar um slóðir - en ekki nema 11,8 stig í Reykjavík (einn af þeim dögum).
Við lítum nú á mynd - til gamans.
Dægurmetum allra daga ársins var raðað - og talið hversu mörg þeirra voru ofan eða neðan ákveðinna marka. Bláa línan sýnir fjölda neðan marka - en sú rauða fjölda ofan marka. Einn almanaksdag hefur hiti á landinu aldrei orðið hærri heldur en 12,0 stig. Þetta er reyndar hlaupársdagurinn sem ekki fær tækifæri til að setja met nema fjórða hvert ár. Tíu daga aðra hefur hiti aldrei mælst 14 stig eða meira.
Nítján almanaksdaga hefur hiti mælst 28 stig eða meira og 81 dag ársins hefur hiti einhvern tíma náð 25 stigum. Hátt í 3 mánuði ársins. Hiti hefur náð 20 stigum eða meira 182 daga ársins - vantar aðeins 1 dag eða 2 á upp á helming þess. Nú er helmingurinn í 19,8 stigum. Sams konar yfirlit sem ritstjóri hungurdiska gerði fyrir 9 árum (en birti þá ekki) sagði að helmingaskilin væru í 19,3 stigum. Þau hafa sum sé hækkað um 0,5 stig á undanförnum 9 árum. Hluti hækkunarinnar kann að stafa af almennri hlýnun, en er örugglega að einhverju leyti fjölgun stöðva að þakka.
Línurit þessarar ættar sveigja gjarnan (nær alltaf) af til endanna. Það er fullkomlega eðlilegt með hlaupársdaginn. En við sjáum samt að hann er ekki einn um að valda sveigjunni. Við gætum velt vöngum yfir sveigjunni á hinum endanum. Eru öll þessi hæstu gildi (sem þó hafa verið viðurkennd) rétt?
Vegna breytinga á fjölda stöðva er dálítið mál að reikna væntifjölda nýrra landsdægurmeta í algjörlega stöðugu veðurfari. En samt er ekki fjarri lagi að búast við að minnsta kosti 3-4 metum á ári - fleiri, fjölgi stöðvum mjög - og líka fleiri hlýni veðurfar. Miðgildið, sem nú er eins og áður sagði 19,8 stig hækkar því smám saman. Fróðlegt ætti að vera eftir 10 ár (eða 20 til 30) að sjá hver þróunin hefur orðið. En þá verður ritstjóri hungurdiska væntanlega hrokkinn út af borðinu - og spurning hvaða yngri nörd taka við keflinu. En ritstjórinn vonast þó til að geta hreinsað betur til í dægurmetaskránni til að losna við villur eins og þá sem nefnd var hér í upphafi.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.11.): 12
- Sl. sólarhring: 311
- Sl. viku: 1624
- Frá upphafi: 2408638
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 1463
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Heill og sæll.
þetta er mjög áhugavert hvað útskýrir einkennilegt í þessum tölfræðipolli?
Sindri Karl Sigurðsson, 19.6.2022 kl. 18:38
Það væri nú einnig gaman að sjá yfirlit yfir kuldametin, einkum í ljósi kuldaspárinnar næstu daga.
Þá væri einnig fróðlegt að sjá yfirlit yfir hæsta hita í Reykjavík það sem af er árinu. Hitinn hefur jú aldrei farið yfir 20 stig hér á suðvesturhorninu það sem af er ári, mest í 17 stig að mig minnir.
Það er spurning hvort júní nái að slá kuldametið frá í fyrra, met aldarinnar, þegar meðalhitinn var 8,6 stig, eða um einni og hálfri gráðu undir meðalhita síðustu 10 ára? Spárnar gætu bent til þess að þar verði mjótt á mununum.
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 19.6.2022 kl. 21:29
Torfi - hitinn í júní hefur fram til þessa verið yfir meðallagi síðustu tíu ára hér í Reykjavík. Að vísu er spáð köldu veðri mestalla vikuna - það er að segja þá 4 til 5 daga asm eitthvað er treystandi á spár. Hvað gerist eftir það vitum við ekki - þannig að við vitum ekki hver meðalhiti mánaðarins verður. Sumarið í fyrra tók aldeilis við sér í hitanum - þrátt fyrir heldur svalan júní. Við höfum stundum mátt bíða lengi eftir 20 stigum í Reykjavík, lengst í 16 ár samfellt, frá júlí 1960 til júlí 1976. Nú veit ég ekki - frekar en aðrir - hvar við erum staddir í hlýnandi veðurfari, hvort við höfum farið eitthvað framúr okkur hér á landi í upphafi aldarinnar eða hvort frekari hlýnunarstökk er á næsta leyti - eða hvort slíkt lætur bíða eftir sér til eilífðarnóns Það verður bara að koma í ljós. En það er lítil ástæða til að tala um kulda meðan varla kemur alvarlega kaldur dagur nema rétt á stangli, en hlýir dagar og mánuðir koma í haugum.
Trausti Jónsson, 19.6.2022 kl. 23:08
Hér í borginni var meðalhitinn eftir hálfan júní í 11. sæti af 22 árum aldarinnar. Það er því hálfur mánuður eftir af honum og eftir morgundaginn kemur í ljós hvað meðaltalið hafi sigið mikið á aðeins fimm dögum.
Hvort hlýir dagar og mánuðir hafi komið í haugum eða ekki læt ég liggja milli hluta en einhvern veginn hefur það nú farið framhjá mér (og tölfræðin bendir nú ekki heldur til þess).
Hvað sumarið í fyrra varðar þá var júlí í meðallagi í borginni (hitinn var allur fyrir norðan og austan en hér rigndi stanslaust allan mánuðinn) en ágúst var eitthvað skárri.
Líklega verður þetta svipað í ár, enda segja allar langtímaspár að kalt verði í júní og júlí en eitthvað hlýrra í ágúst.
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 20.6.2022 kl. 01:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.