28.4.2022 | 22:31
Lítið veðurkerfi fer hjá
Veðurkerfi eru af öllum stærðum - sum eru svo óveruleg og fara svo hljóðlega hjá að vart er tekið eftir - en þau eru samt. Við lítum hér á neðan á eitt slíkt kerfi sem kemur að landinu seint í nótt (aðfaranótt föstudags 29.apríl) og fer yfir það á morgun. Rétt er að vara lesendur við strembnum texta - þar sem engin miskunn er sýnd.
Kerfið kemur einna best fram á 500 hPa og 300 hPa-kortum. Þar kemur það fram sem greinilegt lægðardrag. Á myndinni (500 hPa) má sjá lögun þess af legu jafnhæðarlína (heildregnar) og þar með vindátt og vindstyrk (örvar). Litirnir á kortinu sýna hita. Kaldast er í dökkgræna litnum, þar er meir en -28 stiga frost. Ástæða kuldans getur verið að minnsta kosti tvenns konar (enn fleira kemur til greina). Annars vegar séu hér á ferð leifar af köldu lofti að vestan eða norðan sem lokast hefur inni í hlýrra umhverfis. Hins vegar, og það finnst ritstjóra hungurdiska líklegra, að hér megi greina uppstreymi og niðurstreymi í kerfinu af dreifingu litanna. Loft sem streymir upp kólnar, en það sem streymir niður hlýnar. Lægðardragið hreyfist hér til austurs - uppstreymi er á undan því og þar með kalt, því kaldara sem uppstreymið er ákafara. Vestan dragsins (bakvið það) er hins vegar niðurstreymi, loft í niðurstreymi hlýnar.
Næsta kort sýnir sjávarmálsþrýsting, úrkomu, hita í 850 hPa-fletinum og vind í 10 m hæð. Þetta er á sama tíma og fyrsta kortið. Ekki sér móta fyrir neinni lægðarmyndun - alls ekki - við erum í hér í hæðarhrygg, og varla sér heldur nokkurs stað í 850 hPa-hitanum. Við sjáum hins vegar nokkra úrkomuflekki, mest á undan háloftadraginu, þar sem við gátum okkur til að væri uppstreymi. Sé farið í smáatriðin má sjá lítil skúramerki í úrkomusvæðinu yfir Vestfjörðum - líkan evrópureiknimiðstöðvarinnar giskar á að þar séu skúraklakkar á ferð (mjög óst0ðugt loft). Úrkomuákefðin er ekki mikil, en þó sýna dekkstu, grænu flekkirnir ákefðina 1,5 til 3 mm á 3 klst - einhver gæti blotnað. Þessi árstími er ekki mjög gæfur á myndun klakka. Ef við værum hér í júlímánuði væri næsta líklegt að úr þessu yrðu töluverðar síðdegisdembur í flatt hey á Suður- og Vesturlandi - afskaplega erfið staða fyrir veðurfræðinga fortíðar á miðju rigningasumri - og það í hæðarhrygg.
Þetta kort nær um allt Norður-Atlantshaf og sýnir það sem kallað er stöðugleikastuðull. Sjá má af litunum hversu stöðugt loftið er, kannski hversu mikið þarf að hreyfa við því til að það taki að velta af sjálfu sér. Á brúnu svæðunum er stöðugleiki lítill, en mikill á þeim grænu. Talan sjálf segir frá mun á mættishita við veðrahvörf og jafngildismættishita í 850 hPa-fletinum. Þetta hljómar heldur flókið - en því minni sem þessi munur er, því óstöðugra er loftið - fari það á annað borð að lyftast. Ástæður þeirrar lyftu geta verið ýmsar, t.d. hlýtt yfirborð lands síðdegis á sumardegi - eða fjallshlíð sem loftið rekst á. Í kerfinu okkar er lægsta gildi stuðulsins minna en 5 stig. Þetta lágmark fer yfir Vesturland í fyrramálið - eins og reyndar má sjá á úrkomukortinu að ofan. Af spákortum má sjá að í framhaldinu á þetta kerfi að fara suðaustur fyrir land, sameinast þar lægðinni litlu sem er á kortinu beint suður af landinu og fara síðan í með henni yfir Bretland, suður um Spán og svo austur til Ítalíu. Ótrúlega samheldið allt saman þótt lítið sé - sé að marka spárnar (sem ekki er víst).
Síðasta kortið sýnir jafngildismættishitasnið (heildregnar línur), rakastig (litir) og vatnsmagn í lofti (rauðar strikalínur), allt á sama tíma og áður, kl.6 í fyrramálið. Landið sjálft, hálendi þess er grátt. Sniðið nær yfir landið frá vestri til austurs og rúmlega það (innskotskort). Umfang uppstreymishluta kerfisins okkar er merkt með gulu striki ofarlega á myndinni. Á þvi svæði er loft nærri því rakamettað (rakastig yfir 90 prósent) allt frá sjávarmáli upp í 400 hPa (7 km hæð). Jafngildismættishitalínurnar eru líka mjög gisnar - langt á milli þeirra. Það er nokkurn veginn það sem stöðugleikastuðullinn segir okkur. Svo virðist sem rakt loft kembi fram af og berist enn ofar austan við lægðardragið, allt að veðrahvörfum (þau merkjum við af mjög þéttum línum). Trúlega er þarna háskýjabreiða á ferð.
Þeir sem vel fylgjast með veðri geta ábyggilega séð eitthvað af þessu öllu - en langflestir verða einskis varir og missa algjörlega af þeirri miklu fegurð sem hér fer hljóðlega hjá.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 20
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 985
- Frá upphafi: 2420869
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.