Dálítið hret

Nú undir kvöld snjóaði lítilsháttar í Reykjavík og víðar. Vindur er að snúast til norðlægrar áttar. Nokkuð snarpt og mjög kalt háloftalægðardrag er á leið til suðurs yfir landið. Á undan því er vindur af vestri í háloftunum - þá getur auðveldlega verið úrkoma suðvestanlands þótt austan- eða norðaustanátt sé ríkjandi í neðri lögum.

w-blogg040422a

Kortið lýsir stöðunni vel. Það er úr matarbúri evrópureiknimiðstöðvarinnar og sýnir hæð 500 hPa-flatarins, hita í honum (litir) og vind síðdegis á morgun, þriðjudaginn 5. apríl. Þá má sjá að miðja lægðardragsins er um það bil að komast suður af landinu. Þá ætti að birta upp um landið sunnanvert. Eins og sjá má er loftið kalt, frostið meira en -42 stig þarna uppi og væntanlega vel blandað. Nær óhjákvæmilegt er því að þessu fylgi töluvert frost aðra nótt - og hiti fer ekki mikið yfir frostmark um hádaginn á morgun. 

Frost, meir en -42 stig, er ekki mjög algengt yfir landinu eða nærri því í apríl, en svo einkennilega vill til að mjög kalt var sömu apríldaga í bæði fyrra (2021) og hitteðfyrra (2020) - óttaleg illviðri, sérstaklega 2020. - En flestir eru kannski búnir að gleyma þessu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (21.5.): 368
 • Sl. sólarhring: 370
 • Sl. viku: 1914
 • Frá upphafi: 2355761

Annað

 • Innlit í dag: 344
 • Innlit sl. viku: 1768
 • Gestir í dag: 324
 • IP-tölur í dag: 323

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband