23.3.2022 | 18:48
Alauðaskeiðið í Reykjavík
Minnst var á það í pistli hér á hungurdiskum nýlega að árið 1926 hefðu aðeins 122 dagar liðið frá því að síðast varð alhvítt að vori í Reykjavík þar til að fyrst varð alhvítt að hausti. Snjóhula hefur verið athuguð í Reykjavík frá því seint í janúar 1921 til þessa daga. Athuganir þessar hafa verið tölvuskráðar þannig að auðvelt er að draga út upplýsingar sem þessar. Villur af ýmsum toga gætu þó hæglega leynst í gagnaröðinni - en vonandi hreinsast hún við notkun.
Það verður einnig að hafa í huga að athuganirnar hafa ekki verið gerðar á sama stað í bænum allan tímann og að auki kann að vera misjafnt hvernig snjóhulan hefur verið metin. Hún hefur þó allan tímann verið athuguð einu sinni á dag, að morgni kl.9 (eftir núverandi klukku). Stöku sinnum gerist það að alhvítt verður um stund að nóttu - en hefur tekið upp kl.9. Einnig eru dæmi þess að alhvítt hafi orðið um stund um miðjan dag - en tekið fljótt upp aftur.
Þannig var t.d. um snjóinn sem féll aðfaranótt 10.júní 1986. Alhvítt varð um stund við Veðurstofuna, en allur snjór var horfinn kl.9. Ekki er ómögulegt að hefði úrkomuákefðin verið mest um níuleytið að þá hefði verið alhvítt um það leyti - en það hitti ekki í.
Í maí 1979 varð síðast (formlega) alhvítt í Reykjavík þann 16., en síðan ekki fyrr en 10. nóvember. Ritstjóri hungurdiska man þó vel að þegar hann kom á vakt kl.7 að morgni þess 14. september var snjókoma - og gerði alhvítt um stund á Veðurstofutúni. En sá snjór var bráðnaður kl.9. Tilvikið frá 1926 virðist hafa hitt aðeins betur í - en sá snjór stóð heldur ekki lengi við. Síðan varð ekki alhvítt um haustið 1979 fyrr en 10. nóvember - meti naumlega forðað.
Þannig er ábyggilega með mörg fleiri ár að litlu hefur munað - af eða á.
Myndin sýnir fjölda daga milli þess að síðast er alhvítt að vori og fyrst alhvítt að hausti í Reykjavík. Tilvikið 1926 sker sig nokkuð úr, en tveimur árum áður var alauða tímabilið einnig mjög stutt, síðast alhvítt 29.apríl og svo aftur alhvítt 28. september. Það vottar fyrir tímabilaskiptum á myndinni, tíminn fyrir 1927 sker sig úr (en það eru örfá ár) og síðan var tímalengdin aftur undir meðaltali nærri því samfellt frá 1977 til 1994. Þetta var reyndar kalt skeið í Reykjavík.
Lengst varð alauðaskeiðið árið 1965. Þá varð ekki alhvítt í Reykjavík frá 21. janúar til 23. nóvember eða í 305 daga. Sker sig úr öllum öðrum árum. Þó ritstjóri hungurdiska byggi ekki í Reykjavík árið 1965 getur hann staðfest að þetta gæti alveg staðist. Það snjóaði eitthvað meira uppi í Borgarfirði - febrúar var fádæma hlýr, mars var aftur á móti aðallega kaldur, þá voru í Borgarfirði einhverjir stakir dagar alhvítir - og jafnvel í apríl, en október var aftur á móti sérlega hlýr og nóvember afskaplega þurr.
Leitni reiknast - samsvarar fjögurra daga lengingu alauða tímabilsins á öld. Ábyggilega ómarktækt - enda er um miklar tilviljanir að ræða. Það er þó líklega þannig að á mjög löngum köldum skeiðum verður þetta tímabil styttra heldur en á löngum hlýjum. Til þess að skera úr um það þurfum við miklu lengri athugunartíma heldur en 100 ár.
Á 19. öld vitum við um heldur fleiri septembersnjóatilvik í Reykjavík heldur en á þeirri 20. Sömuleiðis er heldur oftar talað um snjó seint í maí eða snemma í júní heldur en á því tímabili sem við höfum hér fjallað um. Hvort þau tilvik eru raunveruleg í þeim stranga ramma sem athugunin kl.9 setur getum við ekkert sagt um. Kannski hittu þessi tilvik alls ekki á réttan tíma sólarhrings frekar en þau sem á var minnst hér að ofan? Það vitum við ekki. Þó eru alláreiðanlegar heimildir fyrir því að 6. eða 7. september 1813 hafi orðið alhvítt í Reykjavík - það tók fyrir nautajörð var sagt - og fleiri en ein heimild greina frá hríðinni sem gerði.
Við alla bestu skilyrði gæti orðið alhvítt um stund í Reykjavík allt fram um sólstöður og aftur frá því síðast í ágúst - en varla þar á milli. Ólíklegar eru þessar dagsetningar þó - og enn ólíklegra að þær beri upp á sama árið - birtist þær á annað borð. Síðan er auðvitað alveg hugsanlegt að heill vetur líði án þess að alhvítt verði. Ekki treystir ritstjóri hungurdiska sér til að nefna líkur í því sambandi - eða hvort sú hnattræna hlýnun sem búist er við breyti þeim líkum eitthvað.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 20
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 985
- Frá upphafi: 2420869
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.