26.2.2022 | 22:14
Hversu óvenjuleg er illviðratíðin?
Ekkert einhlítt svar er til við þeirri spurningu, en hér á eftir fer einfaldur samanburður sem byggist á stormdagavísitölu ritstjóra hungurdiska. Oft hefur hér verið fjallað um þessa vísitölu áður. Hún er þannig gerð að á hverjum degi er talið á hversu mörgum stöðvum í byggðum landsins vindur hefur náð 20 m/s og síðan deilt í þá tölu með heildarfjölda stöðva. Þá fæst hlutfallstala - af sérvisku einni notar ritstjórinn yfirleitt þúsundustuhluta. Næði vindur 20 m/s á öllum stöðvum væri þessi hlutfallstala því 1000 - nái vindur 20 m/s á engri er talan auðvitað núll.
Hér á eftir hefur ritstjórinn lagt þessar hlutfallstölur hvers dags saman frá 1.júlí á síðasta ári allt til dagsins í dag - og stóð summan í morgun í 13840. Sú tala ein og sér segir ekki mikið - ekki fyrr en hún er borin saman við það sem hefur verið undanfarin ár - eða lengri tíma. Myndin á að sýna slíkan samanburð 9 ára.
Byrjað er að telja 1.júlí ár hvert - síðan haldið áfram allt til 30.júní. Tölurnar hækka mjög hægt í fyrstu - ekki er mikið um illviðri í júlí og ágúst, en eftir það fer að draga til tíðinda. Línurnar hækka síðan oftast ört sérstaklega eftir að kemur fram í desember. Í flestum árum er hækkunin ör allt þar til seint í mars - þá dregur úr og eftir 1. maí er oftast rólegt (þó ekki alveg alltaf).
Núlíðandi vetur er merktur í rauðum lit (og með dálítið feitari línu en aðrir). Línan hækkaði nokkuð ört fyrst í haust - var fremst meðal jafningja í október - eftir talsverða illviðrasyrpu septembermánaðar. Síðan kom rólegt tímabil (miðað við það sem oftast er) - og um áramótin var staðan orðin sú að núlíðandi vetur var orðinn næstlægstur á línuritinu - enda var desember með rólegra móti - engin stórillviðri þá eins og sjá má 2014, 2015 og 2019. Í janúar og það sem af er febrúar hefur veturinn tekið fram úr hverjum á fætur öðrum og er nú kominn með næsthæstu summuna (af þessum 9). Það er aðeins illviðraveturinn mikli 2014 til 2015 sem er framar. Síðast var tekið fram úr 2019 til 2020 - nú fyrir nokkrum dögum.
Það er alveg ljóst að veturinn nú verður ofan við 2013 til 2014, en auðvitað er ekki útséð með 2019 til 2020 - sá vetur átti mikinn sprett um mánaðamótin mars/apríl. Það er enn alveg hugsanlegt líka að hann muni ná 2014 til 2015 - en illviðrum má þá vart linna fyrr en í maí.
Veturinn er nú þegar kominn framúr öðrum vetrum aldarinnar, nema 2007 til 2008, en hann endaði á svipuðum slóðum og 2019 til 2020. Nokkrir eldri vetur eru í flokki með 2014 til 2015 (sjá myndina) - en nákvæmur samanburður verður óljósari eftir því sem við förum lengra aftur - vegna stórfelldra breytinga á stöðvakerfinu og breytinga á athugunarháttum.
Af hægviðrasömum vetrum má nefna þann í fyrra, 2020 til 2021, sem var sá illviðraminnsti frá 1984 til 1985. Illviðraminnstur allra allt frá 1949 að minnsta kosti, var veturinn 1963 til 1964 - frægur fyrir hlýindi og góðviðri - mun maður vart lifa aftur annan slíkan.
Svar við spurningunni í fyrirsögninni? Jú, þetta er með snarpara móti - (hvað sem svo verður).
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 29
- Sl. sólarhring: 132
- Sl. viku: 2476
- Frá upphafi: 2434586
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 2200
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Þakka góðan pistil, að vanda.
jakob jónsson (IP-tala skráð) 26.2.2022 kl. 23:31
Þetta er fróðlegt, verst að nú kemst maður í keppnisskap. Kannski slær þessi vetur alla hina út.
Eygló (IP-tala skráð) 27.2.2022 kl. 00:24
Skemmtileg samantekt. Væri kannski gaman að sjá slíka samantekt yfir snóþyngsli. Hef grun um að þessi "ofboðslegu snjóþyngsli" nú sé kannski ekki svo ofboðsleg.
Kveðja
Gunnar Heiðarsson, 27.2.2022 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.