6.2.2022 | 18:20
Fáeinir punktar um illviðrið
Nú stefnir enn ein lægðin til okkar. Hún er með dýpsta móti. Spár eru yfirleitt með tæplega 930 hPa í miðju, kannski 928 hPa. Þar sem lægðin fer ekki yfir landið verður þrýstingur samt ekki svo lágur hér á landi, kannski niður undir 956 hPa þegar lægst verður - þá annað kvöld (mánudag). Spár virðast sammála um að veðrið verði verst seint í nótt eða undir morgun á landinu suðvestanverðu - en eitthvað síðar annars staðar. Vindátt veður af suðaustri - eða landsuðri eins og oft er sagt.
Það sem hér fer á eftir er ekki alveg fyrir hvern sem er - kannski enga. Aðrir lesendur hungurdiska eru beðnir forláts.
Hér má sjá stöðuna í 500 hPa, eins og evrópureiknimiðstöðin gerir ráð fyrir að hún verði kl.6 í fyrramálið, um þær mundir sem veðrið verður hvað verst hér suðvestanlands. Lægðin varð til - eins og margar systur hennar - í jaðri kuldapollsins mikla Stóra-Bola. Til allrar hamingju heldur hann sig þó að mestu vestan Grænlands - nóg eru leiðindin samt. Stóri-Boli hefur hingað til í vetur látið heimskautaröstina að mestu í friði hér við land - (kannski ekki alveg satt - en nógu satt) - enda var hann aðallega að plaga Alaskabúa (sem er algengt) og líka vesturströnd Kanada (sem er síður venjulegt).
Við sjáum að stroka af köldu lofti (litir sýna þykktina að vanda) stendur frá Bola og til austurs fyrir sunnan Hvarf á Grænlandi - og í átt til okkar. Einnig hefur lægðin dregið nokkuð af hlýju lofti sunnan úr höfum hingað norður. Þetta er allt saman afskaplega stílhreint.
Þetta er sama myndin - bara stækkuð til þess að við sjáum smáatriðin betur. Rauða strikalínan sýnir ás hlýja loftsins - þar er hlýjast á hverju hæðarbili - gráhvít strikalína sýnir aftur á móti ás kalda loftsins. Mest samsvörun er á milli háloftavinda og vinda niður undir jörð nærri slíkum ásum - eða þar sem mikil flatneskja er í þykktinni. Á svæðum þar sem þykktin vex með lækkandi hæð 500 hPa-flatarins er vindur í lægri lögum meiri heldur en háloftavindurinn gefur til kynna. Þannig er staðan sunnan við lægðarmiðjuna - hlýr kjarni í háloftalægð bætir í vind - kaldur kjarni dregur hins vegar úr honum.
Hér á landi verður einna hvassast þegar hlýi ásinn fer hjá. Þá nær háloftaröstin sér hvað best niður - en þar að auki bætast áhrif kalda lofsins á undan við - því þarf að ryðja burtu - það tekur tíma - þar til stíflan annað hvort brestur - eða flyst til. Á eftir skilunum fylgir hins vegar svæði þar sem þykktarbratti dregur úr vindi - það er kaldara lægðar - en hæðarmegin. Spár gera enda ráð fyrir því að vindur gangi mjög niður til þess að gera snögglega eftir að hlýi þykktarásinn (skilin) eru farin hjá.
Síðan nálgast kaldi ásinn - eins og við sjáum er þykktarbrattinn þar hlutlaus - nánast þvert á vindáttina. Þar geta háloftavindar náð sér niður - og norðan ássins er vindur nærri jörð meiri en háloftavindurinn. Það vill bara svo til að háloftalægðin mun síðan fara að grynnast og þá dregur úr vindi - þrátt fyrir þann vindauka sem hlý lægðarmiðjan gefur.
Fyrir sunnan lægðarmiðjuna er gríðarleg vestan- og suðvestanátt sem magnar upp feiknaöldu á Grænlandshafi - þessi alda berst upp að ströndinni síðdegis á morgun (mánudag) og aðra nótt - rétt að hafa gæta sín við sjávarsíðuna.
Þriðja myndin er ekki auðveld - en sýnir snið meðfram vesturströnd landsins (smámynd í efra hægr horni) - frá jörð og upp í um 10 km hæð. Syðsti hluti sniðsins er lengst til vinstri - við sjáum Snæfellsnes og Vestfirði sem gráar hæðir neðst á myndinni. Litir sýna vindhraða í m/s, einnig má sjá vindhraða og vindátt á vindörvunum. Jafnmættishitalínur eru heildregnar.
Hér sjáum við vel að lengst til vinstri eru skil lægðarinnar farin yfir - háloftavindstrengurinn mikli (efst á myndinni) nær ekki af fullu afli niður til jarðar (það svæði er inni í sporöskjunni á fyrri mynd - þar sem þykktarbrattinn vinnur á móti). Vindur er mestur í um 1500 metra hæð (svipað og hæstu fjöll) - um 50 m/s - um það bil nærri hlýja ásnum á fyrri mynd. Landsynningsveður eru af tveimur megingerðum - svona - þegar fyrirstaða er í köldu lofti norðan við (við getum greint það af halla mættishitalínanna) - en í hinni tegundinni nær meginröstin niður í átt til jarðar.
Sjálfsagt er hér um einhverja blöndu af þessum tveimur megingerðum að ræða.
Hvað sem öðru líður er margs konar óvissa tengd þessu veðri - við látum það vera hér að masa um hana - treystum Veðurstofunni til að fylgjast vel með og færa okkur nýjustu spár og fréttir á fati.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 7.2.2022 kl. 09:55 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 96
- Sl. sólarhring: 289
- Sl. viku: 2418
- Frá upphafi: 2413852
Annað
- Innlit í dag: 92
- Innlit sl. viku: 2233
- Gestir í dag: 89
- IP-tölur í dag: 89
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.