3.1.2022 | 17:38
Sígild óróastaða
Árið 2022 hefur byrjað heldur órólega - fyrst með miklu hvassviðri á nýársdag - þó landið sunnan- og vestanvert slyppi við hríð (nema á fáeinum fjallvegum). Vindhraði náði stormstyrk á rúmlega 30 prósent veðurstöðva, sem telst allmikið og ársmet (10-mínútna meðalvindur) voru slegin á tveimur stöðvum þar sem athugað hefur verið lengi, á Bláfeldi þar sem vindur fór í 39,0 m/s og á Hafnarmelum (við Hafnará - ekki sama stöð og vegagerðarstöðin), þar sem vindur mældist 35,9 m/s og hviða fór í 54,8 m/s. Það er öflugasta janúarhviða sem mælst hefur þar. Janúarmet voru slegin á Bláfeldi, Ingólfshöfða, í Þykkvabæk, á Mörk á Landi, í Hjarðalandi, á Fagurhólsmýri, í Jökulhiemum og við Setur. Athugum þó að ekki hefur verið litið á mælingarnar með villur í huga.
Síðdegis í gær (2.janúar) og í dag (3.) hefur síðan mikið illviðri gengið yfir Austurland. Uppgjör um vindhraða liggur þó ekki fyrir enn. Mikill sjógangur var við höfnina á Borgarfirði eystra og eitthvað tjón af hans völdum. Stórstreymt er um þessar mundir.
Ný kerfi stefna til landsins. Síðdegis á morgun (þriðjudag 4. janúar) er gert ráð fyrir því að staðan í háloftunum verði sú sem sjá má á kortinu hér að neðan.
Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, af þeim ráðum við vindstefnu og vindstyrk í miðju veðurahvolfi. Þykktin ers sýnd með litum. Hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs, því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Ekki er hægt að kalla þessa stöðu annað en sígilda - hefur sést ótölulega oft áður. Að vísu eru smáatriðin aldrei alveg eins og þau skipta máli þegar brautir illviðra og afl þeirra ræðst. Ekki gott fyrir augu ein að greina þau, en reiknilíkönin eru nokkuð viss í sinni sök.
Mikill kuldapollur er vestan Grænlands - hann er þó ekki alveg í fullum þroska miðað við það sem við oft sjáum á þessum árstíma. Nægilega öflugur þó til þess að kitla bylgju af hlýju lofti sem má sjá við Nýfundnaland svo mjög að úr á að verða lægð af dýptstu gerð. Flestar spár segja miðjuþrýsting hennar fara niður fyrir 930 hPa á fimmtudaginn - þá á lægðin að verða á Grænlandshafi - nokkuð fyrir vestan land. Örvar á myndinni sýna hinn mikla þykktarbratta (hitamun) í lægðinni nýju og einnig bendir ör á undanfarasunnanátt sem nefnd er hér að neðan.
Hæðarhryggurinn yfir Íslandi er líka sígildur í þessari stöðu. Hann er á austurleið og fylgir honum allhvöss sunnanátt og slagviðri seint á aðfaranótt og fram eftir degi. Í stöðu sem þessari er þessi sunnanátt oft hvassari heldur en nú er spáð og hafur þá oft valdið foktjóni t.d. í Borgarnesi og á Snæfellsnesi - á undan aðalveðrinu sem fylgir svo lægðinni ógurlegu. Auðvitað er rétt að hafa gætur á þessari undanfarasunnanátt - þó reiknimiðstöðvar geri ekki mjög mikið úr henni.
Gangi spárnar um djúpu lægðina eftir fylgja henni nokkrir vindstrengir. Landsynningsveður allmikið aðfaranótt fimmtudags - mjög hvasst og úrkoma mikil, einkum sunnan- og suðaustanlands - ekki ferðaveður. Síðan lægir lítilega - en sem stendur er mikil spurning hversu mikið verður hér úr aðalillviðrinu nærri lægðarmiðunni - í því sem kallað er snúður hennar. Kannski verður farið að draga úr því áður en það nær hingað - kannski nær versti strengurinn einfaldlega ekki til okkar.
Þeir sem eitthvað eiga undir veðri ættu að fylgjast sérlega vel með spám Veðurstofunnar - þar er vel fylgst með breytingum á spám og veðri og gefnar út viðvaranir eftir því sem við á. Takið mark á þeim.
Rétt er að hafa einnig í huga að lægðum sem þessum fylgir há sjávarstaða og jafnvel mikið brim - jafnvel þó allra lægsti þrýstingurinn verði að líkindum fyrir vestan land. Gætið ykkur því sérstaklega við sjóinn.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.2.): 15
- Sl. sólarhring: 464
- Sl. viku: 2840
- Frá upphafi: 2441553
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 2451
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Verður ekki bara að gefa tölvunum þumalinn upp fyrir spána (skrifað að morgni 6/1) virðist hafa gengið eftir að við svona rétt sluppum Íslendingar við verstu varíasjónir?
91 hnúta hviða á Reykjanesvita er nú samt sem áður ekki lítið!
Bjarni G. Bjarnason (IP-tala skráð) 6.1.2022 kl. 08:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.