Af snjó

Svo virðist sem óvenjulítill snjór verði á landinu næstu daga. Sú spurning kom því upp hversu oft allar byggðir landsins séu nánast snjólausar um jólin. Það er nú reyndar ekki alveg alautt um land allt í dag (Þorláksmessu) - en þó ljóst að snjóhula er með allra rýrasta móti. 

Ritstjóri hungurdiska sló lauslega á snjóhulu 24. og 25. desember aftur til ársins 1966. Sú athugun leiðir í ljós að afskaplega lítill snjór (nærri því enginn) var í byggðum landsins um jólin 2002 og sömuleiðis var sömuleiðis lítið um snjó þessa daga 1997. Ekki má þó taka þessa reikninga allt of hátíðlega.

Svo mátti heita að alautt væri um land allt á jólum 1933. Það snjóaði sums staðar og gerði alhvítt á Þorláksmessu, en þann snjó tók alls staðar upp daginn eftir, flekkótt var þó talið á Hornbjargsvita. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

en þessi er hátíðlegur- Gleðileg jól til þín!

Helga Kristjánsdóttir, 23.12.2021 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 109
  • Sl. viku: 1505
  • Frá upphafi: 2348750

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 1311
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband