21.12.2021 | 11:47
Fyrstu 20 dagar desembermánaðar
Meðalhiti fyrstu 20 daga desembermánaðar er +2,5 stig í Reykjavík. Það er +1,5 stigum ofan meðallags áranna 1991 til 2020 og +1,9 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Hitinn raðast í 7. hlýjasta sæti (af 21) á öldinni. Hlýjastir voru þessir sömu dagar árið 2016, meðalhiti þá +5,6 stig. Kaldastir voru þeir 2011, meðalhiti -2,8 stig. Á langa listanum raðast hiti nú í 20. hlýjasta sæti (af 146). Hlýjast var 2016, en kaldast 1886, meðalhiti þá var -5,6 stig.
Á Akureyri er meðalhiti dagana 20 nú +0,9 stig, +1,3 stigum ofan meðallags 1991 til 2020 og 2,1 stigi ofan meðallags síðustu tíu ára.
Að tiltölu hefur verið hlýjast við Breiðafjörð og á Vestfjörðum, hiti þar raðast í 5. hlýjasta sæti aldarinnar, en kaldast hefur verið á Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi, þar raðast hiti í 10. hlýjasta sætið.
Á einstökum stöðvum hefur verið hlýjast að tiltölu í Húsafelli. Þar er hiti +3,0 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Kaldast hefur verið á Fáskrúðsfirði, hiti +0,1 stigi ofan meðallags.
Úrkoma hefur mælst 91,4 mm í Reykjavík og er það hátt í 60 prósent ofan meðallags, en langt frá meti. Á Akureyri hefur verið mjög þurrt. Úrkoman hefur aðeins mælst 5,8 mm, en hefur mælst minni sömu daga.
Sólskinsstundir í Reykjavík það sem af er mánuði eru 4,5, um 4 stundum færri en í meðalári, hafa þó alloft mælst færri sömu daga.
Aðfaranótt 17. desember fór hiti í 16,1 stig á Dalatanga og 16,0 stig á Eskifirði. Er það nýtt landsdægurhámarkshitamet. Það er ekki algengt að svo hár hiti mælist í desember, en þó nægilega oft til þess að landshámarkshitamet 15 desemberdaga er 16,0 stig eða meira. Mánaðarhitamet desember er hins vegar 19,7 stig og mældist 2. desember 2019. Um það - og önnur desemberhitamet var ítarlega ritað í pistli á hungurdiskum 3. desember það ár - þar eru einnig vísanir í fleiri desemberhitamet.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 30
- Sl. sólarhring: 127
- Sl. viku: 2477
- Frá upphafi: 2434587
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 2201
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Ef hiti nær 16,1 stigi á Dalatangi í des á næsta ári verður það þá "Íslandsdægurhámarkshitametsjöfnun"að því gefnu að ekki mælist hærri hiti það sem eftir lifir þessa mánaðar?
Páll Benediktsson (IP-tala skráð) 22.12.2021 kl. 11:48
Ef hiti nær 16,1 stigi þann 17.desember á næsta ári er um metjöfnun að ræða (landsdægurhámarkshiti). Hiti hefur 13 sinnum farið í 16,1 stig eða meira í desember. Landsmet desembermánaðar er 19,7 stig (eins og fram kemur í textanum).
Trausti Jónsson, 22.12.2021 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.