Vestanáttarýrđin í háloftunum

Rétt ađ taka fram í upphafi ađ hér er um svokallađa nördafćrslu ađ rćđa - hinn almenni lesandi ekki líklegur til ađ hafa mikinn áhuga á textanum. 

Vestanáttarýrđ hefur komiđ viđ sögu á hungurdiskum áđur - vestanáttin sem ríkir í háloftunum yfir Íslandi hefur um langt skeiđ veriđ vćgari en lengst af á tíma háloftaathugana (ţćr byrjuđu upp úr síđari heimsstyrjöld).

w-blogg181121a

Myndin sýnir tvenns konar mćlingar á vestanáttinni. Annars vegar er fundinn munur á hćđ 500 hPa-flatarins viđ 70°N og 60°N. Flöturinn er ađ jafnađi hćrri sunnan viđ land heldur en fyrir norđan. Ţví meiri sem munurinn er ţví meiri er vestanáttin. Stöku daga getur hann snúist viđ og austanátt verđur ríkjandi. Bláa línan sýnir 60-mánađa keđjumeđaltal ţessa hćđarmunar - (vinstri kvarđi á myndinni). Tölurnar fengnar úr endurgreiningu evrópureiknimiđstöđvarinnar til 2010 - en síđan úr daglegum greiningum hennar. Viđ sjáum töluverđar sveiflur. 60 mánuđir eru fimm ár - samskonar ferill sem gerđur er úr 12-mánađameđaltölum er mun órólegri. 

Mikil umskipti urđu í kringum 1960 - ţá lauk miklu vestanáttaskeiđi sem stađiđ hafđi í allmörg ár (frá 1953). Nćsta hámark vestanáttarinnar kom á áttunda áratugnum - ţví lauk snögglega haustiđ 1976. Enn var (minna) hámark kringum 1983 og síđan verulegt hámark á árunum 1989 til 1993. Á ţessari öld hefur hallađ undan fćti hjá vestanáttinni - sérstaklega frá og međ haustinu 2009. 

Nú er ţađ svo ađ endurgreiningum er ekki alltaf ađ treysta - sérstaklega ekki fyrir tíma háloftaathugana. Í ţessu tilviki er í gögnunum skipt milli greininga einmitt 2010 - ţegar vestanáttin virđist detta niđur. Til ađ sannfćrast um ađ ţessi skipti eru valda ekki alvarlegri villu í ţessu tilviki er litiđ á vestanţátt vinds yfir Keflavíkurflugvelli - hann er í raun og veru mćldur. Rauđa línan sýnir 60-mánađa (5-ára) međaltöl hans.

Í öllum ađalatriđum falla ferlarnir tveir - sá úr greiningu - og sá mćldi - saman. Vestanáttin er í raun og veru í „sögulegu“ lámarki. Hvernig ástandiđ var fyrir 1950 geta endurgreiningar e.t.v. upplýst okkur um - en viđ látum ekki eftir okkur ađ sinni ađ líta á niđurstöđur ţeirra. 

Nánari athugun sýnir ađ meginástćđa ţessarar ţróunar er sú ađ meira hefur hlýnađ norđan viđ land heldur en sunnan viđ. Spurningin er auđvitađ sú hvort ţetta sé eitthvađ viđvarandi - eđa tilviljanakennt. Eins og sjá má á myndinni hafa báđir ferlarnir veriđ á uppleiđ síđustu tvö árin. Kannski heldur ţađ ris áfram - og ekki ólíklegt. Síđastliđiđ sumar var vestanáttin  alla vega „heilbrigđari“ heldur en margir íbúar Suđvesturlands voru ánćgđir međ. Dragi úr hlýnun fyrir norđan land - en aukist hún sunnan viđ bćtir aftur í vestanáttina - sömuleiđis ef meira kólnar norđur undan heldur en fyrir sunnan. Ţó langtímareikningar líkana bendi eindregiđ til ţess ađ meira hlýni fyrir norđan heldur en fyrir sunnan land er ekki víst ađ einstakir áratugir fylgi slíku mynstri - misvćgi getur vel orđiđ í hlýnun - og stađbundin kólnun getur einnig átt sér stađ ţótt ţađ hlýni á heimsvísu. 

Viđ skulum í leiđinni líta á ađra mynd. Hún sýnir einnig 60-mánađa keđjumeđaltöl.

w-blogg181121b

Rauđi ferillinn sýnir međalhita í byggđum landsins (kvarđi til hćgri). Hlýtt var um 1960, síđan kólnađi mikiđ (hafísárin). Eftir íviđ hlýrri ár frá 1972 kólnađi aftur 1979 og á landsvísu varđ álíka kalt og hafđi veriđ á hafísárunum. Ţriđja kuldakastiđ, minna ţó kom síđan í kringum 1995. Eftir ţađ hlýnađi verulega - en frá ţví um miđjan fyrsta áratug ţessarar aldar hefur hiti ekki teljandi hćkkađ.

Bláa línan sýnir ţykktina yfir landinu - hún mćlir međalhita í neđri hluta veđrahvolfs. Ţví meiri sem hún er ţví hlýrra er loftiđ. Viđ sjáum ađ ferlarnir tveir fylgja svipuđum vendingum. Ţó má greina mun. Kuldi hafísáranna var meiri á landinu sjálfu heldur en í veđrahvolfinu yfir ţví. Ţannig eru áhrif hafíssins - hann eykur á stöđugleika loftsins - hiti fellur ekki jafnmikiđ međ hćđ og annars er. Svo stutt er frá hafísnum til lands ađ sjórinn nćr ekki ađ fullblanda loftiđ ţegar ţađ streymir yfir hann. 

Kuldakastiđ um og upp úr 1980 var annars eđlis. Sá kuldi var vestrćnn - ţá var líka sérlega kalt á Vestur-Grćnlandi - leiđ ţessa vestanlofts var hins vegar nćgilega löng til ţess ađ varmi sjávar sá til ţess rćkilega var hrćrt í. Hiti féll hratt međ hćđ - betra samhengi ţá milli ţykktar og hita á landinu. 

Ritstjóra hungurdiska er minnisstćtt ađ ţegar fariđ var ađ tala af alvöru um yfirvofandi hnattrćna hlýnun upp úr 1980 velti hann fyrir sér hvernig ţeirrar hlýnunar myndi gćta hér á landi. Um ţađ var talađ - einkum ţó í kringum 1990 ađ hlýnunin hér myndi tefjast vegna áhrifa sjávar. Ritstjórinn reiknađi í alvöru međ ţví ađ sjórinn myndi valda ţví ađ stöđugleiki ykist aftur - og viđ fengjum aftur ámóta misgengi milli ţykktar og hita og var á hafísárunum - ţrátt fyrir vestanáttir (sem voru mjög sterkar á ţessum árum - og sumir sögđu tengjast hinni hnattrćnu hlýnun). 

Hlýnunin upp úr aldamótum kom ţví mjög á óvart. Hún var mun meiri en nokkur hafđi búist viđ. Ţykktin jókst (rétt eins og sjá má á bláa ferlinum) - en hitinn hćkkađi í réttu hlutfalli. Ţetta var vegna ţess ađ sjórinn hlýnađi meira (frá 1997 minnir ritstjórann) en nokkrum hafđi dottiđ í hug ađ gerast myndi. Hin mikla hrćra hélt ţví áfram. 

Svo virđist sem ţykktin hafi á allrasíđustu árum tekiđ enn eitt skref upp á viđ - umfram hitann. Hvort ţetta er eitthvađ til ađ taka mark á vitum viđ auđvitađ ekki enn. Viđ vitum ekki hvort nú loksins sé komiđ ađ ţví ađ hitinn sitji á eftir ţykktaraukningunni - eins og ritstjórinn bjóst viđ á árunum í kringum 1990. 

Viđbúiđ er ađ náttúrunni takist enn ađ koma á óvart - hvernig vitum viđ ekki. Ţó ekkert vit sé í ţví ađ taka mark á leitnitölunum sem einhvers konar spá er ţó rétt ađ bera ţćr saman. Hitaleitnin samsvarar 1,4 stigum á öld frá 1950, ţykktarleitnin er um 40 metrar á öld. Seinni talan segir okkur ađ hitaleitni í neđri hluta veđrahvolfs sé um 2 stig á öld. Kannski er stöđugleiki ţrátt fyrir allt ađ aukast? 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 159
  • Sl. viku: 1752
  • Frá upphafi: 2348630

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1533
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband