Dálítið af september

Nýliðinn september var hlýr framan af en síðan kaldur. Meðalhiti í byggðum landsins var 7,9 stig og er það +0,2 stigum ofan meðallags áranna 1991 til 2020 - og meðallags síðustu tíu ára. Almennt uppgjör er væntanlegt frá Veðurstofunni. 

w-blogg041021a

Að tiltölu var kaldast við Faxaflóa, hitinn þar lendir í neðsta þriðjungi hita á öldinni, í 15. sæti af 21. Aftur á móti var hiti á Austfjörðum rétt inni í hlýjasta þriðjungnum, 7.sæti af 21. 

w-blogg041021b

Kortið sýnir meðalhæð 500 hPa-flatarins í september, litirnir sýna vik frá meðallagi. Kuldapollur var yfir Grænlandi og beindi til okkar fremur svalri suðvestanátt. Þetta er ekki sérlega óvenjuleg staða, var furðulík í september í fyrra - nema þá var neikvæða vikið mun umfangsmeira á kortinu. En staða sem þessi gefur samt til kynna umhleypingatíð og úrkomur. Skásta veðrið austanlands, í landáttinni. 

Mánuðurinn var í illviðrasamara lagi, svipaður og september 2007 og 2008, en hretamánuðirnir 2012 og 2013 eru ekki langt undan.

Í tilefni skriðufallanna í Kinninni undanfarna daga má minna á mikil skriðuföll sem urðu á þeim slóðum seint í september 1863. Má lesa um þau í pistli hungurdiska um árið 1863 (vitnað í Norðanfara): „gekk að rík norðanátt, hvassviður og dæmafáar úrkomur, ýmist stórrigningar, krapi eða snjókoma, einkum frá 18.-23. [september]; láku þá og streymdu flest hús, er voru með torfþaki, svo að hvergi var flóafriður. Flest sem í húsunum var lá undir meiri og minni skemmdum. Hey sem komin voru undir þak eða í hlöður, drap sumstaðar, svo upp þurfti að draga; skriður og jarðföll hlupu fram hér og hvar t.a.m. millum Þóroddstaða og Geirbjarnarstaða í Köldukinn í Þingeyjarsýslu, hvar mælt er að fallið hafi skriða eða jarðfall, 100 faðma breitt ofan úr fjallsbrún og allt niður í Skjálfandafljót svo það stíflaðist að nokkru leyti, 7 eða 8 skriður og jarðföll, er sagt að fallið hafi í Garðsnúp í Aðaldal og nefndri sýslu, og tekið töluvert af heyi t.a.m. frá einum bæ um 30 hesta. Í skriðum þessum, einkum þeirri í Kinninni, lenti sauðpeningur, er menn eigi gjörla vita tölu á“.

Við þökkum BP að vanda fyrir kortagerðina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 31
  • Sl. sólarhring: 127
  • Sl. viku: 2478
  • Frá upphafi: 2434588

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 2202
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband