Gránar í Reykjavík (og víđar)

Um hádegiđ (miđvikudaginn 22.september) gekk allmikiđ él yfir höfuđborgarsvćđiđ og varđ jörđ hvít um stund og jafnvel varđ lúmsk hálka á götum. Ţetta telst ţó ekki fyrsti alhvíti dagur haustsins og ţegar ţetta er ritađ um klukkustund síđar er „snjórinn“ ađ mestu horfinn aftur.  Kannski gerir fleiri él síđar í dag. Mjög kalt loft kom inn yfir landiđ úr vestri í kjölfar illviđrislćgđarinnar sem gekk yfir landiđ í gćr. Myndin hér ađ neđan sýnir ađ um mjög afmarkađan kuldapoll er ađ rćđa - og hreyfist hann hratt til austurs og verđur fljótt úr sögunni.

w-blogg220921a

Litir sýna hita í 850 hPa-fletinum, en jafnţykktarlínur eru heildregnar. Ţykktin mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs, ţví minni sem hún er ţví kaldara er loftiđ. Lćgsta ţykktin viđ Ísland er um 5230 metrar - á ţessum tíma árs snjóar sjaldan viđ strendur í ţeirri ţykkt - standi vindur af hafi. Skammvinn él gerir ţó og getur fest sé úrkomuákefđin nćgilega mikil - eins og var í dag. Aftur á móti getur snjóađ í meiri ţykkt standi vindur ekki af sjó - ţá ofmeta ţykktartölur hita í lćgstu lögum. 

Viđ sjáum ţykktartölur sem ţessar alloft síđari hluta september, ţćr verđa fyrst óvenjulegar ţegar komiđ er niđur fyrir 5200 og sérlega óvenjulegar minni en 5150 metrar. Ţann 23. september í fyrra var ţykkt á hádegi 5196 metrar yfir landinu. Ţá var nćturfrost víđa á höfuđborgarsvćđinu.  

Lćgđin sem gekk yfir í gćr(21.)  var nokkuđ óvenjuleg. Ţrýstingur fór niđur fyrir 960 hPa á fáeinum veđurstöđvum, lćgsta talan mćldist á Fonti á Langanesi, 958,5 hPa, lćgsti ţrýstingur á landinu í september síđan áriđ 2004. Metiđ er hins vegar 952,9 hPa, sett í Stykkishólmi  í mannskađaveđrinu mikla 20.september áriđ 1900.

Vindhrađa var nokkuđ misskipt, međalvindhrađi í byggđum landsins varđ 8,9 m/s, ţađ langmesta í mánuđinum til ţessa. Stormur (10-mínútna međalvindhrađi meiri en 20 m/s) mćldist hins vegar á 34 prósentum veđurstöđva í byggđ - ţađ er allmikiđ. Ţessar tölur gefa til kynna ađ veđrinu hafi veriđ mjög misskipt. Stórir hlutar landsins sluppu nánast alveg, en annars stađar féllu septembervindhrađamet. Einna verst ađ tiltölu virđist veđriđ hafa veriđ á Suđurlandsundirlendinu, austur međ ströndinni og hálendinu ţar norđaustur af og sömuleiđis á annesjum Austfjarđa og ţar á fjöllum. Ţéttbýli eystra slapp betur. 

Í morgun var alhvítt á tveimur veđurstöđvum nyrđra, viđ Skeiđsfossvirkjun og á Auđnum í Öxnadal. Er ţađ um 6 dögum fyrr en ađ međaltali á ţessari öld, en 8 dögum síđar en ađ međaltali 1966 til 2015 (sjá gamlan hungurdiskapistil).


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5
 • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.4.): 57
 • Sl. sólarhring: 437
 • Sl. viku: 1821
 • Frá upphafi: 2349334

Annađ

 • Innlit í dag: 45
 • Innlit sl. viku: 1637
 • Gestir í dag: 45
 • IP-tölur í dag: 44

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband