Alhvítt fyrst ađ hausti

Spurt var hvenćr, ađ međaltali, yrđi fyrst alhvítt í byggđ ađ hausti hér á landi. Tilefniđ er ađ alhvítt varđ í yfirstandandi hreti á ađ minnsta kosti einni veđurstöđ. Hungurdiskar hafa fjallađ um máliđ áđur - en ekki ţó svarađ ţessari ákveđnu spurningu. Sannleikurinn er sá ađ ekki er mjög auđvelt ađ svara henni svo vel sé. Ástćđan eru breytingar í stöđvakerfinu, mönnuđum stöđvum hefur fćkkađ mikiđ og ţví ekki fullvíst ađ eldri tölur og nýlegar séu alveg sambćrilegar. Ţađ krefst mikillar vinnu ađ tryggja (nokkurn veginn) ađ svo sé. Ritstjóri hungurdiska mun ekki leggja í hana.

En látum sem allt sé í lagi. Snjóhuluupplýsingar eru ađgengilegar í töflu í gagnagrunni Veđurstofunnar aftur til 1966 fyrir ţćr stöđvar sem athuganir hafa gert. Eldri upplýsingar hafs ekki ađ nema litlu leyti veriđ fćrđar á tölvutćkt form.

Myndin hér ađ neđan er dregin eftir niđurstöđum einfaldrar leitar í töflunni. Einhverjar villur gćtu leynst í gögnunum og lesendur ţví beđnir um ađ taka niđurstöđum međ nokkurri varúđ. 

w-blogg220918-alhvitt

Lóđrétti ásinn sýnir dagsetningar - eftir 1.ágúst, en sá lárétti árin frá 1966 til 2017. Súlurnar gefa til kynna hvenćr fyrst varđ alhvítt á hverju hausti. Eins og sést hefur nokkrum sinnum orđiđ alhvítt í byggđ í ágúst á ţessu tímabili. 

Sé međaldagsetning reiknuđ fćst út 14.september, en miđgildi er 11. september, ţađ ţýđir ađ í helmingi ára hefur fyrst orđiđ alhvítt fyrir ţann tíma, en í helmingi ára síđar. Viđ tökum reyndar strax eftir ţví ađ mikill munur er á síđustu 20 árum og fyrri tíđ. Miđgildi ţessarar aldar er ţannig 28.september - ţrem vikum síđar en miđgildi tímabilsins alls. Í nćrri öllum árum tímabilsins frá 1970 og fram um 1995 varđ fyrst alhvítt fyrr en nú.

Ef viđ reiknum einfalda leitni kemur í ljós ađ fyrsta alhvíta degi hefur seinkađ um um ţađ bil 6 daga á áratug á tímabilinu öllu. - En höfum í huga ađ leitnireikningar af ţessu tagi segja nákvćmlega ekkert um framtíđina. Hins vegar er líklegt ađ viđ sjáum hér enn eitt dćmi um afleiđingar hlýindanna sem hafa ríkt hér á landi síđustu tvo áratugina. Ţó sumum kunni ađ ţykja fyrsti snjór haustsins í byggđ nú koma snemma - er ţađ í raun ţannig ađ hann er 10 dögum seinna á ferđinni heldur en ađ međaltali 1966 til 2017 og 16 dögum síđar en var á tímabilinu 1966 til 1995.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

 • w-blogg151119g
 • w-blogg151119g
 • w-blogg151119g
 • w-blogg151119f
 • w-blogg151119e

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (15.11.): 337
 • Sl. sólarhring: 408
 • Sl. viku: 1803
 • Frá upphafi: 1850646

Annađ

 • Innlit í dag: 300
 • Innlit sl. viku: 1571
 • Gestir í dag: 296
 • IP-tölur í dag: 285

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband