20.9.2021 | 00:09
Haustlægð?
Ritstjóri hungurdiska fór ungur að fylgjast með veðri og veðurfréttum - og má um þessar mundir heita að hann hafi sinnt þeirri iðju í 60 ár. Það var snemma sem hann tók eftir því að veður eru oftast mun vályndari á haustin heldur en að sumarlagi. Það mun hafa verið haustið 1961 sem ritstjórinn heyrði fyrst að marki af áhrifum lægða á veðurfar og að alla vega væru þær því illskeyttari sem þær væru dýpri.
Nokkur munur var á síðsumar- og haustveðri árana 1961, 1962 og 1963. Í september 1962 komu leifar hitabeltisstormsins Celíu að landinu - og ollu verulegum umskiptum í veðri - þegar veðrið var liðið hjá (og það varð mjög slæmt á heimaslóðum ritstjórans) var allt í einu komið haust. Um þetta ákveðna veður var fjallað í pistli 10.september 2019. Svipað var haustið 1963 - þá kom mjög djúp lægð að landinu um 9. september, olli fyrst landsynningsveðri en síðan gekk vindur til norðurs og þá var allt í einu komið haust líka. Um hálfum mánuði síðar gerði síðan eftirminnilegt hríðarveður - og síðan hvert minnisstæða veðrið á fætur öðru - (enda var um fyrstu veðurbúskaparár ritstjórans að ræða - og slíkt muna bændur betur en það sem síðar reynir á í búskap þeirra).
Því er þetta rifjað upp nú að til landsins stefnir mjög efnileg lægð - af tegund sem ritstjórinn hefur allaf ákveðið gaman af -
Spákort evrópureiknimiðstöðvarinnar gildir kl.18 á morgun, mánudaginn 20.september. Lægðin sem veldur rigningu og jafnvel hvassviðri víða um land nú á sunnudagskvöldi og fram eftir mánudegi er hér komin norðaustur fyrir land og verður brátt úr sögunni. Hún er ekki mjög djúp - komst ekki niður fyrir 980 hPa í miðju, eiginlega sumarlægð - ef ekki væri myrkur á kvöldin.
Ný lægð er hins vegar suðvestur í hafi. Hún er að slíta sig út úr hvarfbaugskerfi sem hlaut um tíma nafnið Odette. Þetta kerfi varð aldrei sérlega öflugt - en er samt raka- og hlýindagæft. Mikil hæð norðaustur af Asóreyjum sér um að beina þessu hlýja og raka lofti til norðurs - einmitt á stefnumót við kalt norrænt heimskautaloft. Reiknimiðstöðin segir að kl.18 á morgun verði orðin til ný lægð - um 992 hPa í lægðarmiðju. Þessi lægð á síðan að fara í foráttuvöxt á hraðferð í átt til Íslands.
Um 18 klukkustundum síðar, um hádegi á þriðjudag 21.september, verður staðan eins og kortið hér að neðan sýnir. Rétt er að geta þess að nokkur óvissa er í staðsetningu og miðjuþrýstingi lægðarinnar.
Hér sýna heildregnar línur sjávarmálsþrýsting, í lægðarmiðju yfir Suðurlandi er hann um 961 hPa - og enn er lægðin að dýpka. Sé þetta rétt hefur hún dýpkað um 31 hPa á 18 klst. Litirnir sýna hins vegar þrýstibreytingu, fall og ris síðustu 3 klukkustundir fyrir gildistíma kortsins. Bæði fall og ris sprengja litakvarðann, fallið á undan lægðarmiðjunni á að verða -19 hPa, en risið +17 hPa. Báðar þessar tölur teljast háar, jafnvel mjög háar. Því vestar sem lægðarmiðjan fer í mynstri sem þessu því verra verður veðrið hér á landi. Fari hún ekkert inn á landið sleppum við til þess að gera vel - fari hún hins vegar þá leið sem reiknimiðstöðin gerir hér ráð fyrir má búast við illum vindum og jafnvel foktjóni. Því vestar sem lægðarmiðjan fer því stærri hluti landsins verður undir.
Eins og venjulega tekur ritstjóri hungurdiska fram að hann stundar ekki veðurspár - það gerir Veðurstofan hins vegar og nokkrir til þess bærir aðilar aðrir. Eru þeir sem eitthvað eiga undir veðri hvattir til að fylgjast vel með spám og veðri þar til þessi öfluga lægð er fullgengin hjá.
Spár eru síðan ekki alveg sammála um framhaldið - en líklegt er að öllu haustlegra verði um að litast eftir en áður - þó vel megi vera að haustið eigi vonandi eftir að færa okkur allmarga hlýja og góða daga.
En við hefðum gjarnan þegið að fá að bíða lengur eftir fyrstu haustlægðinni.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 28
- Sl. sólarhring: 131
- Sl. viku: 2475
- Frá upphafi: 2434585
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 2199
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Ég skora á ykkur á veðurstofunni að koma upp nákvæmlega eins heimasíðu
og þessi norska veðurstofa er með og hafa allan textgan í kringum hana á ÍSLENSKU:
Það er góður kostur að geta séð veðrið fyrir hverja klst 1-2 daga fram í tímann nákvæmlega
https://retro.yr.no/sted/Island/Norðurland_Vestra/Sauðárkrókur/time_for_time.html
Jón Þórhallsson, 20.9.2021 kl. 11:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.