Sérlega hlýr júlímánuđur

Nýliđinn júlímánuđur var sérlega hlýr. Um mestallt norđan- og austanvert landiđ var hann sá hlýjasti sem vitađ er um frá upphafi mćlinga. Á stöku stöđvum er ţó vitađ um hlýrri júlímánuđi - en nokkuđ á misvíxl. Á Egilsstöđum var júlí 1955 t.d. lítillega hlýrri heldur en nú. Međalhiti var meiri en 14 stig á fáeinum veđurstöđvum, en ekki er vitađ um slíkt og ţvílíkt hér á landi áđur í nokkrum mánuđi. 

w-blogg010821a

Taflan sýnir eins konar uppgjör fyrir einstök spásvćđi. Eins og sjá má var hiti nćrri međallagi síđustu tíu ára á Suđurlandi, viđ Faxaflóa og viđ Breiđafjörđ, en á öllum öđrum spásvćđum var hann hćrri en annars hefur veriđ í júlí á öldinni. 

Međalhiti í byggđum landsins í heild reiknast 11,7 stig. Ţađ er ţađ nćstmesta sem viđ vitum um í júlí, í ţeim mánuđi 1933 reiknast međalhitinn 12,0 stig. Í raun er varla marktćkur munur á ţessum tveimur tölum vegna mikilla breytinga á stöđvakerfinu. Viđ vitum af einum marktćkt hlýrri ágústmánuđi, áriđ 2003, en ţá var međalhiti á landinu 12,2 stig, í ágúst 2004 var jafnhlýtt og nú (11,7 stig).  

Međalhámarkshiti í nýliđnum júlí var einnig hćrri en áđur, 20,5 stig á Hallormsstađ. Hćsta eldri tala sem viđ hiklaust viđurkennum er 18,7 stig (Hjarđarland í júlí 2008), en tvćr eldri tölur eru hćrri en talan nú, en teljast vafasamar. Um ţađ mál hefur veriđ fjallađ áđur hér á hungurdiskum. Lágmarksmeđalhitamet voru ekki í hćttu (hafa veriđ hćrri). 

Ţađ er líka óvenjulegt ađ hiti komst upp fyrir 20 stig einhvers stađar á landinu alla daga mánađarins nema einn (30 dagar). Er ţađ mjög óvenjulegt, mest er vitađ um 24 slíka daga í einum mánuđi (júlí 1997) síđustu 70 árin rúm.

Uppgjör Veđurstofunnar međ endanlegum hita-, úrkomu- og sólskinsstundatölum mun vćntanlega birtast fljótlega upp úr helginni. Úrkoma var yfirleitt ađeins um ţriđjungur til helmingur međalúrkomu, en hún náđi ţó međallagi á fáeinum stöđvum á Snćfellsnesi, viđ Breiđafjörđ og á Vestfjörđum. Suđvestanlands var sólarlítiđ, en mjög sólríkt inn til landsins norđaustanlands. Ekki er ólíklegt ađ sólskinsstundamet verđi slegiđ á Akureyri - eđa alla vega nćrri ţví - og sama má segja um Mývatn. Endanlegar tölur ćttu ađ liggja fyrir síđar í vikunni.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg031124c
  • w-blogg031124b
  • w-blogg031124a
  • w-blogg311024a
  • w-blogg311024b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 49
  • Sl. sólarhring: 266
  • Sl. viku: 1475
  • Frá upphafi: 2407480

Annađ

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 1315
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 41

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband