Hlýindin vestra

Óvenjuhlýtt er nú í norðvesturríkjum Bandaríkjanna og vestanvert í Kanada. Hitamet falla umvörpum. Það eru að sjálfsögðu tíðindi þegar allsherjarmet falla í jafnvíðlendu ríki og Kanada. Veðurkortið hér að neðan sýnir stöðuna í háloftunum. Það er fengið úr spálíkani evrópureiknimiðstöðvarinnar og gildir kl.6 í fyrramálið, þriðjudag 29.júní. Norðurskaut er ofarlega á myndinni - sjá má Ísland ofarlega til hægri, en norðvesturríki Bandaríkjanna eru neðst. 

w-blogg280621a

Jafnhæðarlínur eru heildregnar, en þykktin sýnd í lit. Hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Dekkstu brúnu fletirnir sýna svæði þar sem þykktin er meiri en 5880 metrar. Það er nánast einstakt að svo mikil þykkt nái jafnnorðarlega og hér hefur átt sér stað. Hún er hins vegar allalgeng að sumarlagi um 12 til 15 breiddarstigum sunnar, yfir eyðimörkum Arisóna og þar um slóðir. Enn meiri verður hún yfir suðvesturhlutum Asíu. 

Það er jafnframt eftirtektarvert að mjög öflugur kuldapollur er yfir Norðuríshafi - ekki það að kuldinn í honum sé sérlega óvenjulegur heldur fremur hversu lágur 500 hPa-flöturinn er í honum miðjum, um 5090 metrar. Ekki er annað að sjá að hann verði heldur þrálátur næstu ein til tvær vikur - jafnvel lengur - en hlýindahæðin mikla mun væntanlega fletjast út - eða hörfa á sínar heimaslóðir.

Mjög hlýtt loft stefnir hingað til lands á morgun. Þykktin í fyrramálið verður um og yfir 5600 metrum fyrir suðvestan land. Þegar þetta loft fer austur um síðdegis og á miðvikudag hlýnar það nokkuð vegna yls yfir landinu - og síðan er niðurstreymi austan fjalla - sem eykur þykktina.

Frá 5600 upp í 5880 eru um 14 stig og frá 5600 niður í 5220 eru um 19 stig.

Eldri pistill um mikla þykkt yfir Ameríku


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg031124c
  • w-blogg031124b
  • w-blogg031124a
  • w-blogg311024a
  • w-blogg311024b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 68
  • Sl. sólarhring: 92
  • Sl. viku: 1493
  • Frá upphafi: 2407616

Annað

  • Innlit í dag: 61
  • Innlit sl. viku: 1321
  • Gestir í dag: 60
  • IP-tölur í dag: 57

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband