Breyting á sólskinsstundamćlingum

Um síđastliđin áramót var hćtt ađ mćla sólskinsstundir í Reykjavík međ svokölluđum Campbell–Stokes mćli. Sól skín í gegnum glerkúlu og brennir rauf í blađ sem ţar er komiđ fyrir. Mćlirinn var fundinn um 1853 [um ţađ má lesa á Wikipediu] og frá 1879 var hann endurbćttur lítillega. Byrjađ var ađ nota svona mćli á Vífilsstöđum 1911 og má heita ađ sólskinsstundir hafi verđiđ mćldar á ţennan hátt á höfuđborgarsvćđinu síđan. Mćlingar lögđust af á Vífilsstöđum 1923 en hófust ţá nćrri skrifstofu Veđurstofunnar viđ Skólavörđustíg - og frá 1931 í Landssímahúsinu viđ Austurvöll. Áriđ 1946 fluttust mćlingarnar í turn Sjómannaskólans og voru ţar ţar til flutt var á Bústađaveg ađ Veđurstofunni 1973. 

Mćlingarnar hafa alla tíđ veriđ gerđar á sama hátt; ţegar sólin skín brennir hún rönd í pappír sem komiđ er fyrir aftan viđ kúlulaga linsu (brennigler). Skipt er um blađ einu sinni á sólarhring og lengd randarinnar á blađinu mćld. Ţótt mćlingin sé einföld getur ýmislegt truflađ hana og ruglađ. Fyrst er ađ telja ađ hér sem og viđ ađrar mćlingar skiptir samviskusemi athugunarmanns miklu máli. Ef ekki er skipt um blađ ţannig ađ fleiri en einn dagur lenda á sama blađi er oft erfitt ađ ađgreina sólskinsstundir hvers dags um sig. Athugunarmađur verđur einnig ađ sjá til ţess ađ kúlan sé hrein ţannig ađ hún hleypi sólargeislunum í gegn. Mćlirinn má heldur ekki skekkjast. Ađ ţessum vandamálum tengdum athugunarmanninum slepptum eru fleiri vandamál.

Hér á landi er ađeins notuđ ein kúla á hverjum stađ. Ţetta veldur ţví ađ ţegar sólargangur er mjög langur er hćtt viđ ađ mćlirinn skyggi á sjálfan sig ţegar sólargangur er lengstur og fyrstu sólargeislar morgunsins og síđustu geislar kvöldsins mćlist ekki. Pappírinn, sem notađur hefur veriđ, hefur, ţví miđur, veriđ misdökkur og efniđ í honum misjafnt í ţessi rúmu 80 ár sem mćlingarnar hafa stađiđ. Ţetta veldur ţví ađ hann brennist misvel og viđbúiđ ađ einhverju muni á tímabilum af ţeim sökum.Einnig er hćgt ađ lesa misjafnlega af blöđunum, en tilraunir sem gerđar hafa veriđ á Veđurstofunni benda til ţess ađ sá munur sé óverulegur ţegar tekiđ er saman sólskin heils mánađar. Allt ţetta verđur ađ hafa í huga ţegar horft er á niđurstöđur mćlinga.

Áriđ 2005 var einnig fariđ ađ nota sjálfvirkan mćli og hafa ţćr mćlingar veriđ gerđar samhliđa hinum á ţaki Veđurstofuhússins síđan. Lítilsháttar vantar í mćliröđ ţessa. Samanburđur sem Árni Sigurđsson veđurfrćđingur gerđi fyrir allnokkrum árum á mćlunum tveimur bendir til ţess ađ ţeir mćli álíka margar sólskinsstundir á ári. Kvöld- og morgunskuggar ţeir sem minnst var á hér ađ ofan valda hins vegar ţví ađ á mestu sólardögum mćlir sjálfvirki mćlirinn lengur heldur en sá eldri - meir um ţađ hér ađ neđan. Á móti kemur ađ brennimćlinum hćttir til ađ brenna of stór göt í blađiđ - sé sólskin „köflótt“ - til dćmis í skúraveđri. 

Ritstjóri hungurdiska gerđi á dögunum könnun á ţessum mun mćlanna frá 2006 til 2020. Ađeins var litiđ á mánuđina maí til ágúst. 

Myndin hér ađ neđan sýnir niđurstöđuna:

w-blogg100521

Lóđrétti ásinn sýnir mun á mćlunum (í klukkustundum), en sá lárétti sólskinsstundafjölda á sjálfvirka mćlinum. Viđ sjáum ađ ţegar sólskinsstundir eru fáar er munur á mćlunum mjög lítill, brennimćlirinn hefur ómarktćkt betur ţegar sólskinsstundirnar eru 5 til 7, en síđan má segja ađ munurinn fari vaxandi, sérstaklega ţegar komiđ er upp í 14 til 16 stundir. Mesti munurinn er á heiđríkum dögum, 1,5 til 1,8 stundir. 

Ţetta ruglar auđvitađ innbyrđis samanburđ sólskinsmánađa. Fyrstu 14 daga ţessa mánađar, (maí 2021) mćldi nýi mćlirinn 187,4 stundir - ţađ er ţađ mesta sem mćlst hefur áđur ţessa daga eftir ađ hann var tekinn í notkun. Nćstflestar voru sólskinsstundirnar sömu daga áriđ 2015. Ţá mćldust 176,3 stundir á sama mćli, 11,1 fćrri en nú. En gamli mćlirinn mćldi ekki nema 166,2 sömu daga, 10,1 fćrri. Áriđ 1958 höfđu sömu mánađardaga mćlst 174,7 stundir. Spurningin er nú auđvitađ sú hversu margar stundir hafđu ţá mćlst á nýja mćlinn? Ţađ vitum viđ auđvitađ ekki - en ef viđ leitum ađstođar myndarinnar viđ ađ giska ćttu ţćr ađ hafa veriđ 180,1. Ţađ er ađ segja fćrri heldur en nú. 

Sólskinsstundamet maímánađar í Reykjavík er einmitt frá 1958, 330,1 stund. Viđ vitum ekki en hversu nćrri maímánuđur 2021 kemst ţeirri tölu. Til ađ ritstjóri hungurdiska geti talađ rólega um nýtt met ţyrfti nýi mćlirinn ađ komast upp í 340 stundir - 339,4 er ágiskuđ tala myndarinnar hér ađ ofan. Mjög slćmt er ađ breyta ađferđum viđ mćlingar - ekki síst ţeim sem búiđ er ađ gera lengi. En viđ gömlu mennirnir verđum víst ađ sćtta okkur viđ framrás tímans - og nýi mćlirinn er auđvitađ ađ mörgu leyti betri heldur en sá gamli. Ţví er hins vegar spáđ ađ hann muni bila - og dagar fari ađ falla úr - ţá ţarf ađ fara ađ skálda í eyđur međ ađstođ skýjahulu - hvernig á hins vegar ađ gera ţađ falli skýjahuluathuganir niđur líka?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 21
  • Sl. sólarhring: 371
  • Sl. viku: 1846
  • Frá upphafi: 2350582

Annađ

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 1649
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband