Fyrstu tíu dagar maímánaðar

Meðalhiti fyrstu tíu daga maímánaðar er 3,9 stig í Reykjavík, -1,7 stigum neðan meðallags áranna 1991 til 2020 og einnig síðustu tíu ára. Hann raðast í 18.hlýjasta sæti aldarinnar í Reykjavík. Kaldastir voru sömu dagar 2015, meðalhiti þá 1,7 stig, einnig var kaldara en nú sömu daga árin 2018 og 2003. Hlýjastir voru dagarnir 10 árið 2011, meðalhiti þá 8,6 stig. Á langa listanum er hitinn nú í 101.sæti (af 145). Hlýjastir voru sömu dagar 1939, meðalhiti þá 9,1 stig, en kaldastir voru þeir 1979, meðalhiti -1,0 stig.

Á Akureyri er meðalhiti nú 1,4 stig, -3,5 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020, en -3,2 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Frá 1936 hefur maíbyrjun verið kaldari 11 sinnum á Akureyri, síðast 2015 - langkaldast var 1979, meðalhiti fyrstu tíu daga maímánaðar þá var aðeins -3,4 stig.

Dagarnir tíu eru ýmist í næstkaldasta eða þriðjakaldasta sæti aldarinnar á spásvæðunum. Einna hlýjast að tiltölu hefur verið á höfuðborgarsvæðinu, en hiti er vel undir meðallagi síðustu tíu ára á öllum veðurstöðvum, minnst er neikvæða vikið í Bláfjöllum, -1,6 stig, en mest við Setur, -4,2 stig.

Úrkoma hefur verið sáralítil um stóran hluta landsins. Í Reykjavík hafa aðeins mælst 0,2 mm, 1 prósent meðalúrkomu. Síðustu 100 ár hefur úrkoma þessa daga aðeins einu sinni verið minni en nú, (1958) og einu sinni jafnlítil (1979) - nokkrum sinnum litlu meiri (innan við 1 mm). Árið 1892 var ekki getið um úrkomu þessa daga og ekki heldur 1904, 1906 og 1907. Á þeim árum var minna hirt um mælingu 0,1 til 0,2 mm heldur en nú er gert - og samanburður svo lítillar úrkomu því ekki alveg raunhæfur - að öðru leyti en því að þessir dagar hafa einnig verið mjög þurrir þessi ár.

Á Akureyri hefur úrkoman aðeins mælst 1,1 mm - en hefur alloft verið enn minni þessa sömu daga. Austur á Dalatanga er úrkoma heldur meiri, en samt um 30 prósent undir meðallagi. 

Óvenjusólríkt hefur verið í Reykjavík, alls hafa mælst 152,9 sólskinsstundir, 88 fleiri en að meðallagi 1991 til 2020. Svo margar sólskinsstundir hafa aldrei mælst þessa sömu tíu daga í Reykjavík. Um síðustu áramót var hætt að mæla með gamla sólskinsstundamælinum (brennikúla) og sjálfvirkur mælir tekinn í notkun í veðurskeytum. Nýi mælirinn mælir heldur fleiri sólskinsstundir á þessum tíma árs heldur en sá gamli gerði - við fjöllum vonandi um það síðar hér á þessum vettvangi verði mánaðarmetinu ógnað. Samanburðarmælingar hafa staðið í um 15 ár. Í dag munar svo miklu (næsta tala er 129,3 stundir sömu daga 1958 og síðan 129,1 stund 2015) að þessi breyting á mælifyrirkomulagi skiptir ekki máli.

Loftþrýstingur hefur verið hár - en er þó mjög langt frá meti sömu daga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 18
  • Sl. sólarhring: 67
  • Sl. viku: 416
  • Frá upphafi: 2343329

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 374
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband