3.5.2021 | 21:02
Aðeins meira af apríl
Hinn hái loftþrýstingur í apríl telst til tíðinda í apríl (en er væntanlega hrein og klár tilviljun rétt eins og summa lottótalna slær við og við met). En það var ekki bara hæð yfir Grænlandi heldur líka vestur af Bretlandseyjum - og þetta þrýstimet því í eins konar söðulpunkti á milli hæðanna.
Jafnþrýstilínur eru heildregnar, en vik eru sýnd í lit, þau jákvæðu rauðbrún, en þau neikvæðu bláleit. Norðlægar áttir voru ríkjandi fyrir austan þetta mikla háþrýstisvæði. Kalt var víða í Skandinavíu - ekki þó eins í Finnlandi og vestar. Sömuleiðis var kalt á Bretlandi - sem og víða á meginlandi Evrópu.
Hér má sjá (sé myndin stækkuð) hæð 500 hPa-flatarins (heildregnar línur), þykkt (daufar strikalínur) og þykktarvik, bæði í nýliðnum apríl (efst til vinstri) sem og í þeim þremur aprílmánuðum öðrum sem skyldastir eru honum í háloftunum, apríl 1956, 1973 og 1977. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs, því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Mesta jákvæða vikið í nýliðnum apríl var við strönd Labrador, um 90 metrar. Þar var hiti í neðri hluta veðrahvolfs um 4,5 stigum ofan meðallags áranna 1981 til 2010, en neikvæða vikið var mest í grennd við Danmörku, um 50 metrar - eða -2,5 stig undir meðallagi.
Vestanáttin í háloftunum var nokkuð stríð og átti sér dálítinn norðlægan þátt. Það er líka einkenni þessara fjögurra mánaða að hlýrra var fyrir vestan land heldur en austan þess. Slíkt er ekki mjög algengt. Staðan árið 1956 var einna líkust stöðunni nú, hæðarhryggurinn í við snarpari 1973 og í apríl 1977 var heldur kaldara en nú.
Það sést ekki vel á myndinni, en í öllum mánuðunum fjórum hagaði þannig til að ívið hlýrra var fyrir vestan land heldur en austan við (lesist af legu daufu strikalínanna), öfugt við það sem algengast er.
Á fáeinum veðurstöðvum á Austurlandi var apríl kaldari heldur en mars og á enn færri var hann kaldari heldur en febrúar líka. Hann náði því þó hvergi að verða kaldasti mánuður vetrarins - eins og komið hefur fyrir. Einu sinni áður á þessari öld hefur apríl orðið kaldari en bæði febrúar og mars á fleiri en 8 veðurstöðvum - það var 2012, næst þar áður árið 1991. Það er dálítið skemmtilegt að á árunum 1948 til 1959 (12 ár) var apríl í 5 skipti kaldari en bæði febrúar og mars á meirihluta stöðva - klasamyndunar gætir í veðrinu (ólíkt lottóinu).
Hiti í apríl var neðan meðallags um land allt. Að tiltölu var hlýjast á Vestfjörðum, þar raðast meðalhitinn í 12.hlýjasta sæti (af 21) á öldinni, en kaldast að tiltölu var á Suðausturlandi þar sem hitinn var í 17.hlýjasta sæti. Það er misjafnt hver er kaldasti apríl á öldinni. Það er 2006 við Faxaflóa, Breiðafjörð og á Vestfjörðum, 2001 á Ströndum og Norðurlandi vestra, 2010 á Norðausturlandi, á Suðausturlandi og á Miðhálendinu, 2008 á Austurlandi að Glettingi, 2012 á Austfjörðum og 2015 á Suðurlandi. Á landinu í heild var svo kaldast í apríl 2013 (þó var sá mánuður hvergi kaldastur á einstöku spásvæði). E.t.v. bendir þetta til þess að við eigum enn eftir að fá afgerandi kaldan apríl á þessari öld - hann hlýtur að bíða færis - eða er það ekki?
Við þökkum Bolla P. fyrir kortagerðina.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 1030
- Sl. sólarhring: 1116
- Sl. viku: 3420
- Frá upphafi: 2426452
Annað
- Innlit í dag: 918
- Innlit sl. viku: 3074
- Gestir í dag: 892
- IP-tölur í dag: 826
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.