Snyrtileg smálægð

Smálægð fer yfir landið á morgun, sunnudag 25.apríl. Hún er svo grunn að varla má greina heildregna jafnþrýstilínu í kringum miðjuna.

w-blogg240421a

Klukkan 9 í fyrramálið á hin mjög svo ógreinilega lægðarmiðja að vera við Vestmannaeyjar - eða einhvers staðar við suðvesturströndina. Varla að lægðin sjáist á þessu spákorti evrópureiknimiðstöðvarinnar. En eins og kortið sýnir er töluverð úrkoma samfara lægðinni - misdreifð en talað um 15 til 30 mm sólarhringsúrkomu á stöku stað. Ef kortið er skoðað nánar má sjá litla þríhyrninga merkta í úrkomusvæðið. Það segir okkur að þetta sé svonefnd klakkaúrkoma - orðin til vegna þess hversu óstöðugt loftið er. Mestu úrkoman á að ganga yfir höfuðborgarsvæðið í nótt - en verður misáköf eftir svæðum - kannski 3 til 6 mm/klst þar sem mest verður - en víðast minna. - Þeir sem nenna geta rifjað upp gamlan hungursdiskapistil um úrkomuákefð.

En lægðin er ekki alveg öll þar sem hún sýnist. Uppi í 5 km hæð (500 hPa) sjáum við töluvert öfluga lægð - smáa um sig að vísu, en þar eru þéttar jafnhæðarlínur og þar með verulegur vindur.

w-blogg240421b

Sunnan við lægðarmiðjuna má sjá um 40 m/s þar sem mest er. Á þessu korti sýna litir hita. Mjög kalt er í lægðarmiðjunni, -32 stig yfir Reykjavík - en mun hlýrra allt um kring. Kalda loftið fyllir lægðina - ef svo má segja - jafnar sjávarmálsþrýstisviðið alveg út - þannig að hinn snarpi vindur nær ekki til jarðar. Enn ofar má sjá strokk í veðrahvörfunum - þar inni í er aftur hlýrra heldur en umhverfis. 

Lægð þessi hreyfist hratt til suðausturs í átt til Bretlands - og vindur nær sér smám saman á strik, er spáð allhvössum undan vesturströndum Skotlands og Írlands á þriðjudag. Fyrir tíma tölvuspáa voru lægðir af þessu tagi afskaplega erfiðar viðfangs. E.t.v. gátu gisnar háloftaathuganir rekist á þær - en ef til vill ekki. Hvernig á að spá úrhellisrigningu á lægð sem ekki er hægt að finna? En nú er öldin önnur (eða þannig). 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 57
  • Sl. sólarhring: 120
  • Sl. viku: 1806
  • Frá upphafi: 2348684

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 1582
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband