Snyrtileg smálćgđ

Smálćgđ fer yfir landiđ á morgun, sunnudag 25.apríl. Hún er svo grunn ađ varla má greina heildregna jafnţrýstilínu í kringum miđjuna.

w-blogg240421a

Klukkan 9 í fyrramáliđ á hin mjög svo ógreinilega lćgđarmiđja ađ vera viđ Vestmannaeyjar - eđa einhvers stađar viđ suđvesturströndina. Varla ađ lćgđin sjáist á ţessu spákorti evrópureiknimiđstöđvarinnar. En eins og kortiđ sýnir er töluverđ úrkoma samfara lćgđinni - misdreifđ en talađ um 15 til 30 mm sólarhringsúrkomu á stöku stađ. Ef kortiđ er skođađ nánar má sjá litla ţríhyrninga merkta í úrkomusvćđiđ. Ţađ segir okkur ađ ţetta sé svonefnd klakkaúrkoma - orđin til vegna ţess hversu óstöđugt loftiđ er. Mestu úrkoman á ađ ganga yfir höfuđborgarsvćđiđ í nótt - en verđur misáköf eftir svćđum - kannski 3 til 6 mm/klst ţar sem mest verđur - en víđast minna. - Ţeir sem nenna geta rifjađ upp gamlan hungursdiskapistil um úrkomuákefđ.

En lćgđin er ekki alveg öll ţar sem hún sýnist. Uppi í 5 km hćđ (500 hPa) sjáum viđ töluvert öfluga lćgđ - smáa um sig ađ vísu, en ţar eru ţéttar jafnhćđarlínur og ţar međ verulegur vindur.

w-blogg240421b

Sunnan viđ lćgđarmiđjuna má sjá um 40 m/s ţar sem mest er. Á ţessu korti sýna litir hita. Mjög kalt er í lćgđarmiđjunni, -32 stig yfir Reykjavík - en mun hlýrra allt um kring. Kalda loftiđ fyllir lćgđina - ef svo má segja - jafnar sjávarmálsţrýstisviđiđ alveg út - ţannig ađ hinn snarpi vindur nćr ekki til jarđar. Enn ofar má sjá strokk í veđrahvörfunum - ţar inni í er aftur hlýrra heldur en umhverfis. 

Lćgđ ţessi hreyfist hratt til suđausturs í átt til Bretlands - og vindur nćr sér smám saman á strik, er spáđ allhvössum undan vesturströndum Skotlands og Írlands á ţriđjudag. Fyrir tíma tölvuspáa voru lćgđir af ţessu tagi afskaplega erfiđar viđfangs. E.t.v. gátu gisnar háloftaathuganir rekist á ţćr - en ef til vill ekki. Hvernig á ađ spá úrhellisrigningu á lćgđ sem ekki er hćgt ađ finna? En nú er öldin önnur (eđa ţannig). 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 612
  • Sl. sólarhring: 758
  • Sl. viku: 2407
  • Frá upphafi: 2413427

Annađ

  • Innlit í dag: 575
  • Innlit sl. viku: 2175
  • Gestir í dag: 566
  • IP-tölur í dag: 550

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband