Kaldur dagur

Páskadagur, 4.apríl, var kaldur í ár. Meðalhiti í byggðum landsins var -6,8 stig, sá lægsti sem við vitum um þennan almanaksdag - við eigum meðaltal aftur til 1949. Sami dagur í fyrra (2020) var líka kaldasti 4.apríl á sama tímabili, meðalhiti þá var -5,9 stig. Slatti af öðrum dögum hefur þó verið kaldari í apríl heldur en þessi - bara ekki hitt á þann fjórða. Kaldastur var 1.apríl 1968, meðalhiti þá var -12,7 stig og síðan koma 10.apríl 1963 með -10,7 stig og 2.apríl 1953 með -10,1 stig. 

Við eigum lengri raðir fyrir Reykjavík - þar var meðalhitinn sá fimmtilægsti meðal almanaksbræðranna (4.apríl) - sá lægsti síðan 1921. Á Akureyri var hitinn sá lægsti 4.apríl síðan 1990. 

Lágmarkshiti dagsins var sá lægsti á árinu (og vetrinum öllum) hingað til á allmörgum veðurstöðvum. Það er ekki sérlega algengt að kaldasti dagur vetrarins sé í apríl, en gerist þó rétt endrum og sinnum. Um slíkt hefur verið lauslega fjallað áður á hungurdiskum - og fyrir hefur komið að apríl hefur verið kaldasti mánuður ársins (1953).  

Viðbót:

Eins og nefnt er að ofan var meðalhiti gærdagsins í byggðum landsins -6,8 stig. Hann var þó ekki kaldasti dagur ársins til þessa því þann 10.janúar var sólarhringsmeðalhitinn -7,4 stig. Við vitum ekki enn hver meðalhiti dagsins í dag (5.apríl) verður - og er enn rétt hugsanlegt að hann verði ámóta kaldur. 

Það rétt ber við að apríldagur er sá kaldasti á árinu (á landsvísu), við vitum alla vega af 2.apríl 1953 og 10.apríl 1963. Engir aðrir dagar þeirra ára voru kaldari. Svipað var með 7.apríl árið 2005. Það var kaldasti dagur ársins sé miðað við mönnuðu stöðvarnar eingöngu, en hann var sá næstkaldasti á sjálfvirku stöðvunum. 

Það hefur gerst aðeins einu sinni í Reykjavík að apríldagur hefur verið sá kaldasti á árinu (sólarhringsmeðalhiti). Það var 1953. Í Stykkishólmi gerðist þetta 1901, 1914, 1925, 1953 og 1963. Við höfum upplýsingar frá Akureyri aftur til 1936. Þar var 2.apríl 1953 kaldasti dagur ársins - eins og í Reykjavík og Stykkishólmi. Á Stórhöfða í Vestmannaeyjum vitum við um 4 tilvik eftir 1948, það var 1953, 1963, 1968 og 2005.

Athugið að hér er miðað við sólarhringsmeðalhita en ekki lágmarkshita - við athugum hann e.t.v. betur síðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Umhugsunarvert að byrjunin á apríl skuli vera svona köld tvö ár í röð. Bendir ekki beint til að það sé að hlýna sé hér á norðurslóðum. Mig minnir að þú Trausti hafi eitt sinn haldið því fram að vorið byrji að meðaltali 3. apríl! Það bendir fátt til þess að vorið komi fyrr en í fyrsta lagi um 20. apríl, samkvæmt spám, eins og mun löngum hafa verið venjan á síðustu öld (skv. Páli Bergþórssyni).

Annars var einnig ansi kalt núna í lok mars (þann 27.) þar sem frostið fór yfir 20 stig víða, m.a.s. í byggð. Ég held að frostið í gær hafi hvergi náð svo háum tölum.
Ertu kannski með svipaðar tiltækar tölur yfir þann dag og þennan nýliðna (þ.e. páskadaginn). Dægurmet einnig þá og jafnvel lægsti lágmarkshiti í vetur á mörgum veðurathugunarstöðum?

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 5.4.2021 kl. 10:37

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Jú, þann 27.mars var hiti lægstur það sem af er árs á fjölmörgum veðurstöðvum (fleiri heldur en í gær - en gærdagurinn tók allmargar stöðvar til sín af þeim sem kaldastar höfðu verið þann 27.). Á landsvístu er 27.mars nú þríðjikaldasti dagur ársins (á eftir 10.janúar og gærdeginum (4.apríl). 

Trausti Jónsson, 5.4.2021 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.5.): 48
 • Sl. sólarhring: 95
 • Sl. viku: 1589
 • Frá upphafi: 2356046

Annað

 • Innlit í dag: 44
 • Innlit sl. viku: 1474
 • Gestir í dag: 42
 • IP-tölur í dag: 41

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband