Kaldur dagur

Páskadagur, 4.apríl, var kaldur í ár. Međalhiti í byggđum landsins var -6,8 stig, sá lćgsti sem viđ vitum um ţennan almanaksdag - viđ eigum međaltal aftur til 1949. Sami dagur í fyrra (2020) var líka kaldasti 4.apríl á sama tímabili, međalhiti ţá var -5,9 stig. Slatti af öđrum dögum hefur ţó veriđ kaldari í apríl heldur en ţessi - bara ekki hitt á ţann fjórđa. Kaldastur var 1.apríl 1968, međalhiti ţá var -12,7 stig og síđan koma 10.apríl 1963 međ -10,7 stig og 2.apríl 1953 međ -10,1 stig. 

Viđ eigum lengri rađir fyrir Reykjavík - ţar var međalhitinn sá fimmtilćgsti međal almanaksbrćđranna (4.apríl) - sá lćgsti síđan 1921. Á Akureyri var hitinn sá lćgsti 4.apríl síđan 1990. 

Lágmarkshiti dagsins var sá lćgsti á árinu (og vetrinum öllum) hingađ til á allmörgum veđurstöđvum. Ţađ er ekki sérlega algengt ađ kaldasti dagur vetrarins sé í apríl, en gerist ţó rétt endrum og sinnum. Um slíkt hefur veriđ lauslega fjallađ áđur á hungurdiskum - og fyrir hefur komiđ ađ apríl hefur veriđ kaldasti mánuđur ársins (1953).  

Viđbót:

Eins og nefnt er ađ ofan var međalhiti gćrdagsins í byggđum landsins -6,8 stig. Hann var ţó ekki kaldasti dagur ársins til ţessa ţví ţann 10.janúar var sólarhringsmeđalhitinn -7,4 stig. Viđ vitum ekki enn hver međalhiti dagsins í dag (5.apríl) verđur - og er enn rétt hugsanlegt ađ hann verđi ámóta kaldur. 

Ţađ rétt ber viđ ađ apríldagur er sá kaldasti á árinu (á landsvísu), viđ vitum alla vega af 2.apríl 1953 og 10.apríl 1963. Engir ađrir dagar ţeirra ára voru kaldari. Svipađ var međ 7.apríl áriđ 2005. Ţađ var kaldasti dagur ársins sé miđađ viđ mönnuđu stöđvarnar eingöngu, en hann var sá nćstkaldasti á sjálfvirku stöđvunum. 

Ţađ hefur gerst ađeins einu sinni í Reykjavík ađ apríldagur hefur veriđ sá kaldasti á árinu (sólarhringsmeđalhiti). Ţađ var 1953. Í Stykkishólmi gerđist ţetta 1901, 1914, 1925, 1953 og 1963. Viđ höfum upplýsingar frá Akureyri aftur til 1936. Ţar var 2.apríl 1953 kaldasti dagur ársins - eins og í Reykjavík og Stykkishólmi. Á Stórhöfđa í Vestmannaeyjum vitum viđ um 4 tilvik eftir 1948, ţađ var 1953, 1963, 1968 og 2005.

Athugiđ ađ hér er miđađ viđ sólarhringsmeđalhita en ekki lágmarkshita - viđ athugum hann e.t.v. betur síđar. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Umhugsunarvert ađ byrjunin á apríl skuli vera svona köld tvö ár í röđ. Bendir ekki beint til ađ ţađ sé ađ hlýna sé hér á norđurslóđum. Mig minnir ađ ţú Trausti hafi eitt sinn haldiđ ţví fram ađ voriđ byrji ađ međaltali 3. apríl! Ţađ bendir fátt til ţess ađ voriđ komi fyrr en í fyrsta lagi um 20. apríl, samkvćmt spám, eins og mun löngum hafa veriđ venjan á síđustu öld (skv. Páli Bergţórssyni).

Annars var einnig ansi kalt núna í lok mars (ţann 27.) ţar sem frostiđ fór yfir 20 stig víđa, m.a.s. í byggđ. Ég held ađ frostiđ í gćr hafi hvergi náđ svo háum tölum.
Ertu kannski međ svipađar tiltćkar tölur yfir ţann dag og ţennan nýliđna (ţ.e. páskadaginn). Dćgurmet einnig ţá og jafnvel lćgsti lágmarkshiti í vetur á mörgum veđurathugunarstöđum?

Torfi Stefánsson (IP-tala skráđ) 5.4.2021 kl. 10:37

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Jú, ţann 27.mars var hiti lćgstur ţađ sem af er árs á fjölmörgum veđurstöđvum (fleiri heldur en í gćr - en gćrdagurinn tók allmargar stöđvar til sín af ţeim sem kaldastar höfđu veriđ ţann 27.). Á landsvístu er 27.mars nú ţríđjikaldasti dagur ársins (á eftir 10.janúar og gćrdeginum (4.apríl). 

Trausti Jónsson, 5.4.2021 kl. 14:53

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 164
  • Sl. sólarhring: 204
  • Sl. viku: 2085
  • Frá upphafi: 2412749

Annađ

  • Innlit í dag: 155
  • Innlit sl. viku: 1829
  • Gestir í dag: 143
  • IP-tölur í dag: 137

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband