Fyrstu tíu dagar febrúarmánaðar

Meðalhiti fyrstu tíu daga febrúar er +1,0 stig í Reykjavík, +1,0 stigi ofan við meðallag sömu daga áranna 1991 til 2020, en í meðallagi síðustu tíu ára. Hitinn raðast í 9. hlýjasta sæti (af 21) á öldinni. Hlýjastir voru þessir dagar árið 2017, meðalhiti þá +3,4 stig, en kaldastir voru þeir árið 2009, meðalhiti -3,7 stig. Á langa listanum er meðalhiti nú í 48.sæti (af 147). Hlýjast var 1965, meðalhiti þá 6,0 stig, en kaldast var 1912, meðalhiti -7,9 stig.

Á Akureyri er meðalhiti fyrstu tíu daga mánaðarins -3,3 stig, -,19 stigum neðan meðallags 1991 til 2020, en -3,3 neðan meðallags síðustu tíu ára.

Að tiltölu hefur verið hlýjast við Faxaflóa og á Suðurlandi, hiti í 9.sæti á öldinni, en kaldast hefur verið á Austurlandi þar sem hiti er í 18.hlýjasta sætinu (af 21).

Talsverður munur er á hitavikum eftir landshlutum. Hlýjast að tiltölu hefur verið á Skrauthólum á Kjalarnesi þar sem hiti er +0,9 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára, en kaldast að tiltölu hefur verið í Svartárkoti þar sem hiti er -5,2 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára.

Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 10,7 mm, um þriðjungur meðalúrkomu sömu daga. Úrkoma á Akureyri hefur mælst 10,1 mm og er það um helmingur meðalúrkomu.

Í Reykjavík hafa mælst 36,2 sólskinsstundir, 17 stundir yfir meðallagi og hafa 12 sinnum verið fleiri sömu daga síðustu 109 árin.

Loftþrýstingur hefur verið hár, en er þó nokkuð langt frá meti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 731
  • Sl. sólarhring: 816
  • Sl. viku: 2526
  • Frá upphafi: 2413546

Annað

  • Innlit í dag: 684
  • Innlit sl. viku: 2284
  • Gestir í dag: 670
  • IP-tölur í dag: 654

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband