Þurrklengd í Reykjavík?

Af einhverjum ástæðum er verið að tala um að það í fjölmiðlum að alveg úrkomulaust hafi verið í Reykjavík frá og með 19.janúar til þessa dags (9.febrúar) - en það er bara ekki rétt. Að morgni þess 31.janúar mældist úrkoma 0,4 mm - tegund talin snjór í yfirliti Veðurstofunnar. Þó þurrkurinn sé að verða fremur óvenjulegur klippir þessi eini dagur kaflann í sundur og metlengd er því enn víðs fjarri - hvað sem svo síðar verður.

Þeir sem nenna geta rifjað upp gamlan pistil á vef Veðurstofunnar - hann fjallar um þurrklengd í Reykjavík - hugsanlegt er að hann þarfnist endurnýjunar - en flest sem í honum er stendur þó lítt eða óhaggað. - Þurrkkaflar í Reykjavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En eru til álíka langir kaflar með einum degi með svona litlu úrkomumagni í bókum veðurfræðinga? Met geta verið alls konar :-)

Sveinn Arngrímsson (IP-tala skráð) 9.2.2021 kl. 20:27

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Í pistlinum sem tengillinn vísar til er fjallað um slíka kafla (auðvitað eru hlutir aldrei alveg eins). Þar kemur fram að lengsti kafli án dags með úrkomu upp á 1 mm er 53 dagar og aðrir slíkir kaflar, allir lengri en 34 dagar eru þar taldir upp. 

Trausti Jónsson, 9.2.2021 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg130825a
  • w-blogg090825e
  • w-blogg090825d
  • w-blogg090825c
  • w-blogg090825b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.8.): 130
  • Sl. sólarhring: 175
  • Sl. viku: 1845
  • Frá upphafi: 2491258

Annað

  • Innlit í dag: 111
  • Innlit sl. viku: 1682
  • Gestir í dag: 101
  • IP-tölur í dag: 101

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband