Tengt leirskriđunni í Noregi

Leirskriđan í Ask í Noregi rifjar upp ađ í íslenskum miđaldaannálum er getiđ um mikiđ slys sem varđ í Ţrćndalögum haustiđ 1345.

Í Lögmannsannál segir í texta ársins 1346 (ég breyti stafsetningu nokkurn veginn til nútímahorfs, lesa má frumtextann í annálaútgáfum á netinu - sjá tilvitnun hér neđst):

Ţau tíđindi gerđust um haustiđ áđur (1345) ađ hálfur ţriđji tugur bćja sökk niđur í jörđ í Gaulardal svo ađ enginn urmull sá eftir byggđarinnar, utan slétt jörđ og aur eftir ţar sem byggđin hafđi stađiđ.

Ítarlegasta frásögnin er í Skálholtsannál í texta ársins 1345:

Í Gaulardal í Ţrándheimi bar svo til ađ áin Gaul hvarf nokkra [daga] og stemmdi uppi ána Gaul svo ađ fjöldi manna drukknađi, en yfir flćddi bćina svo ađ allir voru í kafi og allur fénađur drukknađi. Síđan brast stíflan og hljóp ofan allt saman og áin og tók ţá miklu fleiri bći og fénađ, tók ţar alls af átta bći hins fimmta tugar og sumir af ţeim höfuđból og nokkrar kirkjur. Var svo til reiknađ ađ nćr hálft ţriđja hundrađ manna hafi ţar látist, bćndur og konur ţeirra og börn og prestar nokkrir og margir klerkar og fjöldi gildis-fólks og margt vinnu manna. Enn menn hyggja ađ ţar muni eigi fćrra látist hafa vegfarandi manna og fátćkt fólk en hinir sem taldir voru. Bar ţetta til krossmessudag um haustiđ. Fannst nokkuđ af líkum en fáum einum mönnum varđ borgiđ svo ađ lifađ hafa, ţví jörđin svalg allt saman mennina og bćina. Eru ţar nú síđan sandar og örćfi, en fyrst voru vötn og bleytur svo ađ eigi máttu menn fram komast. 

Fleiri annálar nefna atburđinn, en ađeins í mjög stuttu máli. Svo virđist sem íslensku heimildirnar séu ţćr einu sem geta hans beinlínis. Áriđ 1893 varđ mikil leirskriđa í Vćrdal í Norđur-Ţrćndalögum ţar sem ađ sögn fórust 112 manns, mannskćđustu náttúruhamfarir í Noregi á seinni öldum (fyrir utan sjóslysaveđur). Tveimur árum síđar rituđu ţeir Amund Helland og Helge Steen grein „Lerfaldet i Guldalen í 1345“. Birtist hún í ritinu „Archiv for mathematik og naturvidenskap, B, xvii, nr.6“ áriđ 1895, en einnig sem sérprent.

Finna má greinina á netinu, en ţar er fariđ yfir frásagnir annálanna, stađhćtti og jarđfrćđi og leiddar líkur ađ ţví hvađ hafi gerst og hvar. Niđurstađan er sú í grófum dráttum ađ frásögn Skálholtsannáls standist í öllum ađalatriđum. Leirskriđa (sömu ćttar og sú í Ask á dögunum) hafi stíflađ ána Gaul (sem einnig er nefnd Gul). Vatn hafi safnast fyrir ofan stífluna sem ađ nokkrum dögum liđnum brast og flóđ varđ neđar í ánni. Tjóniđ hafi ţví veriđ ţríţćtt, bćir og land sukku og féllu međ skriđunni sjálfri, bćir fóru á kaf ofan stíflunnar og tjón varđ neđar í dalnum ţegar stíflan brast. 

Kortiđ hér ađ neđan er úr greininni. Ţar má sjá ađ ţetta er ekki langt frá Ţrándheimi. 

guldalen_kort_1

Vestari hluti kortsins - Ţrándheimur lengst til vinstri. Hér má sjá endann á ţví svćđi ţar sem minjar finnast um flóđiđ neđarlega í dalnum.

guldalen_kort_2

Hér má sjá eystri hluta hamfćrasvćđisins. Skriđusvćđiđ sjálft er á miđri mynd (ađeins dekkri brúnn litur), en svćđiđ sem fór í kaf ofan viđ er blálitađ. 

Niđurstađa ţeirra Helland og Steen er sú ađ leirefniđ sem á hreyfingu var hafi veriđ um 55 milljón rúmmetrar (fimm til tífalt rúmmál skriđunnar miklu í Hítardal 2018, og hátt í ţúsundfalt rúmmál stćrstu skriđunnar á Seyđisfirđi nú á dögunum). Lóniđ hafi veriđ rúmir 150 milljón rúmmetrar (rúmur ţriđjungur Blöndulóns). 

Ţegar rennt er yfir greinina kemur á óvart hversu algengir atburđir af ţessu tagi eru í Noregi og hversu mörg stórslys hafa orđiđ. Hćkkađ hefur tímabundiđ í stórum stöđuvötnum og stíflur brostiđ, hús hafa sokkiđ eđa hruniđ og fólk farist í stórum stíl. En eins og vill verđa um fleiri tegundir náttúruhamfara er ekki mikiđ um ţetta rćtt (nema međal sérfrćđinga). Margs konar hagsmunir koma viđ sögu auk ótta og óţćginda. 

Ţó hamfarirnar 1345 hefi veriđ miklar voru ţćr samt algjörir smámunir miđađ viđ ţađ sem yfir Noreg féll ađeins fáum árum síđar. Ţá kom svartidauđi og drap ađ minnsta kosti ţriđjung landsmanna - kannski meir. Ţađ er ţví e.t.v. ekki óeđlilegt ađ skriđa - ţó stór hafi veriđ - hafi falliđ nokkuđ í skuggann og ađeins veriđ skráđ á Íslandi.

Vitnađ er lauslega í:

Islandske Annaler indtil 1578. Udgivne for det norske historiske Kildeskriftfond ved Dr. Gustav Storm, Christiania. Grřndahl & Sřns Bogtrykkeri, 1888.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 110
  • Sl. sólarhring: 168
  • Sl. viku: 2031
  • Frá upphafi: 2412695

Annađ

  • Innlit í dag: 105
  • Innlit sl. viku: 1779
  • Gestir í dag: 98
  • IP-tölur í dag: 92

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband