Hitavik 2020

Við getum nú slegið á hitavik ársins 2020. Í ljós kemur að hitinn í byggðum landsins er sjónarmun undir meðaltali síðustu tíu ára (-0,3 stig), en vel yfir eldri meðaltölum. Sé litið á spásvæði hefur verið kaldast á Suðurlandi og við Faxaflóa, þar raðast árið í 17.hlýjasta sæti (af 20) á öldinni. Aftur á móti var hlýjast að tiltölu á Austfjörðum. Þar er árið það 9.hlýjasta á öldinni. 

w-blogg291220a

Kortið sýnir hitavik miðað við síðustu tíu ár (2010 til 2019). Þó ekki séu nema þrír dagar til loka ársins geta endanlegar tölur hæglega hnikast um 0,1 stig til eða frá. Veðurstofan mun síðar gefa út áreiðanlegra kort - og ritstjóri hungurdiska mun að vanda smjatta eitthvað á ýmsum veðurþáttum. 

Tíð var óhagstæð og illviðrasöm fram undir páska - þó skárri í mars heldur en í janúar og febrúar en þeir mánuðir voru óvenjuillviðrasamir. Maí og júní voru hagstæðir, en víða var fremur kalt í júlí sem var víðast hvar kaldari heldur en ágúst. Framan af ágúst rigndi mjög um landið sunnan- og vestanvert en hlý og hagstæð tíð var þá norðaustanlands. Sunnanlands hefði áður fyrr jafnvel verið talað um rigningasumar í heyskap. Fremur svalt var í september en aftur á móti hlýtt að tiltölu í október og vindar oftast hægir. Heldur illviðrasamara var í nóvember, en samgöngur voru greiðar og tíð almennt hagstæð. Desember verður að teljast hagstæður um landið sunnan- og vestanvert og með snjóléttara móti, en mjög úrkomusamt var aftur á móti norðaustan- og austanlands og virðist stefna í úrkomusamasta desembermánuð sem vitað er um á allmörgum veðurstöðvum í þeim landshlutum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 19
  • Sl. sólarhring: 64
  • Sl. viku: 417
  • Frá upphafi: 2343330

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 375
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband