21.11.2020 | 03:21
Fyrstu 20 dagar nóvembermánaðar
Meðalhiti fyrstu 20 daga nóvembermánaðar er +2,5 stig í Reykjavík, -0,1 stigi neðan meðallags sömu daga árin 1991 til 2020, og -0,6 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára - og í 13.hlýjasta sæti (af 20) á öldinni. Hlýjastir voru sömu dagar 2011, meðalhiti þá 6,7 stig, en kaldastir voru þeir 2017, meðalhiti +0,8 stig. Á langa listanum er hiti nú í 53.sæti af 147. Hlýjast var 1945, meðalhiti +8,0 stig, en kaldast 1880, meðalhiti -2,9 stig.
Á Akureyri er meðalhiti fyrstu 20 daga mánaðarins 1,6 stig, +0,6 stigum ofan meðallags áranna 1991 til 2020 og +0,3 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára.
Enn er hlýjast að tiltölu á Austfjörðum, þar er hiti í 8.hlýjasta sæti aldarinnar, en kaldast er við Faxaflóa, meðalhiti í 13.sæti á öldinni. Á einstökum veðurstöðvum er jákvæða vikið miðað við síðustu tíu ár mest á Teigarhorni, +1,0 stig, en neikvætt vik er mest á Þingvöllum, -1,4 stig.
Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 44,2 mm og er það um þriðjungur neðan meðallags. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 32,4 mm og er það líka um tveir þriðju hlutar meðalúrkomu sömu daga.
Sólskinsstundir hafa mælst 36 í Reykjavík og er það lítillega ofan meðallags.
Þess má geta að lágmarkshiti þann 18. og 19. var á fáeinum stöðvum sá lægsti á árinu til þessa. Þar á meðal á Keflavíkurflugvelli (-8,5 stig) og í Reykjavík (-10,0 stig). Hiti í gamla mæliskýlinu í Reykjavík fór niður í -9,2 stig nú. - Mánaðarlágmörk (fyrir nóvember) voru líka slegin út á fáeinum stöðvum - en þó aðeins 3 sem athugað hafa í meir en 8 ár, Reynisfjalli (-9,4), Árnesi (-18,5) og Sámsstöðum (-12,0). Helst er óvenjulegt að loft yfir landinu var ekki tiltakanlega kalt - þó kalt væri í byggðum - ekki nema um -5 stiga frost í um 1500 metra hæð yfir Keflavík - og að tiltölu enn hlýrra ofar, þykktin um 5300 metrar sem ætti að samsvara um +3 stiga hita við jörð. - Svona geta hitahvörf stundum verið - þau áttu sinn þátt í mengunartoppnum í Reykjavík fyrr í vikunni.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.11.): 99
- Sl. sólarhring: 123
- Sl. viku: 2343
- Frá upphafi: 2411763
Annað
- Innlit í dag: 79
- Innlit sl. viku: 1993
- Gestir í dag: 74
- IP-tölur í dag: 71
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.