26.10.2020 | 20:37
Ekki alveg - en samt
Fellibylurinn Epsilon hitti ekki jafnvel í vestanbylgju og margar spár á dögunum höfðu gert ráð fyrir - þannig að ekkert verður úr metum. En lægðin sem nú (mánudagskvöld 26.október) er fyrir sunnan land er samt óvenjudjúp miðað við árstíma, fer að sögn reiknimiðstöðva niður í um 940 hPa í fyrramálið.
Kortið sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar og gildir kl.6 á þriðjudagsmorgni. Lægðin á síðan að hringsóla fyrir sunnan land næstu daga og valda nokkrum vindi hér á landi þegar miðjan færist smám saman nær - en hún grynnist jafnframt. Lægðin sér til þess að hiti verður líklega ofan meðallags á landinu næstu daga. Nokkur úrkoma fylgir - sérstaklega suðaustanlands.
Það er ekki oft sem þrýstingur fer niður fyrir 940 hPa í október. Hér á landi er aðeins vitað um eitt tilvik - þrýstimælingar hafa þó staðið í 200 ár. Það var þegar þrýstingur á Stórhöfða í Vestmannaeyjum fór niður í 938,4 hPa þann 19.október 1963 kl.17. Endurgreiningar giska á að þrýstingur í þeirri lægðarmiðju hafi farið niður í um 935 hPa. Þrýstingur fór þá niður í 939,8 hPa í Reykjavík kl.24 og 940,0 hPa á Eyrarbakka og Keflavíkurflugvelli. Þetta var þá lægsti þrýstingur sem mælst hafði á landinu (í nokkrum mánuði) allt frá 1942 og því mikill viðburður fyrir ung veðurnörd eins og ritstjóra hungudiska. Hefur hann fjallað um þennan viðburð áður á þessum vettvangi, sem og mun verra veður sem gerði nokkrum dögum síðar. Þurfti svo að bíða í meir en 18 ár eftir enn lægri tölu (8.febrúar 1982).
Næstlægsta (mælingarnar 1963 eru sama lægðin) októbertalan hér á landi er 945,5 hPa, sem mældist á Raufarhöfn 26.október 1957. Við sjáum af þessu bili á milli lægstu tölunnar og þeirrar næstlægstu [rúm 7 hPa] hversu sjaldséð það er í raun að þrýstingur fari svona neðarlega í október. Lægsti þrýstingur sem við vitum um í október hér á landi á þessari öld er 945,9 hPa og mældist á Gjögurflugvelli þann 23. árið 2008.
Þétting þrýstimælinetsins hefur þær afleiðingar að minni líkur eru á að metdjúpar lægðir fari hjá í skjóli nætur - eða á svo miklum hraða að hefðbundnar mælingar missi af þeim. Allt frá því um 1925 hafa þrýstiritar þó verið í notkun, lægsti þrýstingur sést að jafnaði á þeim þó ekki sé lesið á loftvog á venjulegan hátt. Gallinn er hins vegar sá að í allradýpstu lægðunum fer penni þrýstiritanna gjarnan niður fyrir blaðið - gæti athugunarmaður þess ekki að skrúfa hann upp. Þannig höfum við ábyggilega misst af einhverjum metum í tímanna rás. Fyrir 1925 var yfirleitt aðeins lesið af loftvogum þrisvar á dag og jafnvel aðeins einu sinni. Líkur á að missa af metum voru því mun meiri þá heldur en nú. Við þurfum því ekkert að verða sérstaklega hissa á aukinni tíðni sérlega lágra þrýstimælinga. Sömuleiðis sjá reiknilíkön til þess að við missum mun síður af miðjuþrýstingi í mjög djúpum lægðum á okkar slóðum - svo lágum að gisnar athuganir á sjó á fyrri tímum misstu alveg af lægstu tölunum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 20
- Sl. sólarhring: 446
- Sl. viku: 2282
- Frá upphafi: 2410271
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 2042
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.