Íslenska sumarið 2020 (hiti)

Fyrsti vetrardagur er á morgun (24.október). Við lítum hér á hita sumarsins í Reykjavík og á Akureyri - síðustu 184 daga. Daglegur meðalhiti er ekki til á lager á Akureyri nema aftur til 1936 - þar hefur þó verið mælt linnulítið síðan 1881. Við eigum daglegan meðalhita í Reykjavík frá 1920 og slatta frá tímanum þar á undan. 

w-blogg231020a

Meðalhiti sumarmisserisins í ár í Reykjavík var 8,8 stig, nákvæmlega í meðallagi 1991 til 2020, en -0,2 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Á myndinni sjáum við að hitinn í sumar var hærri en hann varð nokkru sinni á þrjátíu ára tímabilinu 1966 til 1995 - og hlýskeiðið sem byrjaði í kringum aldamót stendur greinilega enn. Hlýjast var í Reykjavík 2010 og ámóta hlýtt bæði 1939 og 1941. Kaldasta sumarmisseri sem við vitum um í Reykjavík var 1886, en á síðari áratugum 1979 og 1983. 

w-blogg231020

Meðalhiti nú á Akureyri var 8,5 stig, 0,1 stigi ofan meðallags síðustu 10 sumarmissera og 0,2 ofan meðallags 1991 til 2020. Á síðari árum varð hlýjast á Akureyri 2014, og hlýrra 1939. Reyndar varð enn hlýrra 1933 - en það er utan þessarar myndar. Kaldast var 1979 - rétt eins og í Reykjavík. Fáein hlý sumur komu á Akureyri á árum 30-árakuldans í Reykjavík, t.d. sker 1976 sig nokkuð úr - en á þessari öld hafa þó komið 5 hlýrri sumur en það á Akureyri. 

Ritstjóri hungurdiskar þakkar lesendum fyrir sumarið og óskar þeim ánægjulegs vetrar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband