Fyrstu 20 dagar októbermánaðar

Meðalhiti fyrstu 20 daga októbermánaðar er 6,0 stig í Reykjavík. Það er +0,4 stigum ofan meðallags áranna 1991 til 2020, en -0,2 stigum neðan meðallags sömu daga síðustu tíu ár og raðast í tíundahlýjasta sæti (af 20) á öldinni. Hlýjastir voru þessir sömu dagar árið 2016, meðalhiti þá var 9,1 stig, en kaldastir voru þeir 2008, meðalhiti 4,2 stig. Á langa listanum er hitinn nú í 43.sæti (af 145). Hlýjastir voru dagarnir árið 1959, meðalhiti 9,5 stig, en kaldastir voru þeir 1981, meðalhiti -0,3 stig.

Á Akureyri er meðalhiti í mánuðinum til þessa 4,1 stig, -0,2 stigum neðan meðallags 1991 til 2020 en -1,0 neðan meðallags síðustu tíu ára.

Að tiltölu hefur verið hlýjast á Vestfjörðum, hiti er þar í 8.hlýjasta sæti á öldinni, en kaldast á Suðausturlandi þar sem hitinn er í 14.hlýjasta sæti. Á einstökum veðurstöðvum hefur verið hlýjast að tiltölu á Gagnheiði, þar er hiti +1,0 stigum ofan meðallags sömu daga síðustu tíu ár. Kaldast að tiltölu hefur verið á Kálfhóli á Skeiðum, hiti þar er -1,4 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára.

Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 17,5 mm og er það innan við þriðjungur meðalúrkomu og hefur aðeins 9 sinnum mælst minni sömu daga, minnst 10,3 mm 1993. Úrkoma á Akureyri hefur mælst 52,9 mm og er það um fimmtungur umfram meðallag.

Sólskinsstundir hafa mælst 72,2 í Reykjavík það sem af er mánuði og er það í ríflegu meðallagi.

Óvenjuhægviðrasamt hefur verið í mánuðinum það sem af er, meðalvindhraði í byggðum landsins hefur ekki verið jafnlítill sömu daga síðan í október 1960 (en nákvæmur samanburður á vindhraða svo langt aftur er vandasamur).

Spár gefa nú í skyn að breytinga kunni að vera að vænta. Alla vega virðast þær sammála um að lægðir verði ágengari og dýpri heldur en að undanförnu. Skemmtideildir reiknimiðstöðva hafa meira að segja boðið upp á harla óvenjulega djúpar lægðir - jafnvel árstímamet á svæðinu - og jafnvel hér á landi líka. Enn er þó mikið ósamkomulag um þetta - lægsti miðjuþrýstingur sem sést hefur í þessum spám er 888 hPa - en ætli við teljum það ekki hreina dellu - (sýningaratriði) enda langt neðan allra meta. Það mun vera fellibylurinn Epsilon sem veldur mestu um metaóvissuna - hitti hann ekki nákvæmlega í verður minna úr en ella.
Hungurdiskar munu að vanda gefa metum gaum aukist líkur á slíku. - en Veðurstofan gefur út spár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hjá sumum breytast skrítnar óskir í spádóma rugl! 

Helga Kristjánsdóttir, 21.10.2020 kl. 19:46

2 identicon

Það hafa verið nánast engar öldur í sjónum í kringum Seltjarnarnes í október. Hafið hefur legið eins og pollur að fjörunni. Hef aldrei séð neitt þessu líkt.

Ari Karason (IP-tala skráð) 22.10.2020 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 29
  • Sl. sólarhring: 131
  • Sl. viku: 2476
  • Frá upphafi: 2434586

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 2200
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband