September enn

Viđ lítum nú á hálofta- og sjávarhitastöđu í nýliđnum september. Mánuđurinn var í kaldara lagi miđađ viđ ţađ sem algengast hefur veriđ síđustu árin. Háloftavindar voru íviđ stríđari af bćđi vestri og suđri heldur en ađ međaltali og 500 hPa-flöturinn var lćgri en međaltaliđ segir til um - ţađ síđasta segir okkur ađ loftiđ hafi veriđ af nokkuđ norrćnum uppruna ţó ţađ hafi hingađ komiđ úr suđvestri.

w-blogg0401020a

Fyrsta kortiđ sýnir međalhćđ 500 hPa-flatarins í september (heildregnar línur) en litafletir sýna vik frá međallagi. Bláu vikin eru neikvćđ, en ţau brúnleitu eru jákvćđ. Af ţessu má ráđa ađ háloftavindar hafa veriđ ađ mun stríđari en venjulega milli Íslands og Bretlandseyja.

w-blogg0401020c

Hér sýna heildregnu línurnar enn hćđ 500 hPa-flatarins, ţykktin er dregin međ daufum strikalínum, en ţykktarvik er sýnt í lit. Ţykktarvikamynstriđ er ekki ósvipađ hćđarvikamynstrinu - veđur var kaldara en venjulega yfir Grćnlandi og Íslandi, en hýrra yfir meginlandinu - sérstaklega viđ Eystrasalt. Vikiđ yfir Vestfjörđum er milli 40 og 50 metrar, ţađ samsvarar ţví ađ hiti í neđri hluta veđrahvolfs hafi veriđ rúmlega -2 stigum undir međallagi. Vik eru minni yfir Austurlandi, rúmir 20 metrar. 

Ţetta vikamynstur háloftanna er nćgilega eindregiđ til ţess ađ leita má uppi svipuđ tilvik í fyrri septembermánuđum. Ţađ líkasta sem finnst viđ snögga leit er september áriđ 1989, en eitthvađ svipađ mun líka hafa veriđ uppi áriđ 2009, 1969 og jafnvel 1929. Einhverjir hefđu e.t.v. freistast til ađ búa til reglu - svona stađa kćmi bara upp ef ártaliđ endađi á 9. En ţannig ganga hlutirnir ekki fyrir sig í raunveruleikanum - lofthjúpnum er nákvćmlega sama hvađ áriđ heitir. 

w-blogg0401020b

Hér má sjá stöđuna í september 1989 - harla lík stöđunni á fyrri mynd, nema hvađ mesti kuldinn var ađeins vestar ţá heldur en nú - ţađ kom líka fram í ţykktarvikamynstrinu. Kaldast var á Vestur-Grćnlandi. Um ţann mánuđ segir í textahnotskurn ritstjóra hungurdiska: „Rysjótt tíđ nema austanlands. Uppskera úr görđum í rýrara lagi. Hiti var í međallagi“. Já, hiti í međallagi - hann var ţađ eiginlega líka nú sé miđađ viđ eldri međaltöl. Međalhitinn í Reykjavík var nú jafn međallaginu 1961 til 1990, örlítiđ hćrri en í september 1989. Ţađ er erfitt ađ eiga viđ ţessar stóru breytingar á langtímameđaltölum. 

Til gamans skulum viđ ađ lokum líta á sjávarhitavik í ţessum tveimur septembermánuđum.

w-blogg0401020d

Skýrara eintak myndarinnar má finna í viđhenginu. Hitavik september 2020 eru til vinstri á myndinni, en 1989 til hćgri. Efra myndapariđ sýnir Norđur-Atlantshaf, en ţađ neđra Norđuríshafiđ. Sjávarhiti er víđast hvar fyrir ofan međallag nú - nema á litlu svćđi fyrir norđan og norđaustan land. Hitavikin í Norđuríshafi eru hreint ótrúleg - enda ísútbreiđsla nú miklu minni en venja hefur veriđ. Í september 1989 var sjávarhiti víđast lítillega neđan međallags kringum Íslands, en reyndar ofan međallags í Barentshafi og ţar austur af - rétt eins og nú. En ţá ţakti ís miklu stćrra svćđi heldur en nú. Viđ skulum hafa í huga ađ međalsjávarhiti er ekkert sérlega vel skilgreindur á hafísslóđum - á ţađ líka viđ ísasvćđiđ viđ strönd Norđaustur-Grćnlands. 

En sjávarhitavik á ţessum tíma árs (í lok sumars) segja ekki endilega mikiđ um stöđuna á komandi vetri. Ţegar illviđratíđni vex blandast yfirborđssjór betur ţví sem undir liggur - og önnur vik geta afhjúpast. Rétt ađ gefa ţví gaum. 

Bestu ţakkir til BP fyrir alla kortagerđ. 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var september í kaldara lagi miđađ viđ undanfarin ár? Varla. Kaldara var síđast fyrir tveimur árum (međalhitinn í Reykjavík 7,1 stig en nú á sama stađ 7,3 stig). Einnig var kaldara áriđ 2013 (7,1 stig) og 2012 (7,3 stig). Hitinn er einfaldlega ađ síga niđur á viđ og stefnir í ađ verđa svipađur og fyrir aldamótin. Greinilegir hnökrar í hlýnuninni.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráđ) 6.10.2020 kl. 09:47

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.5.): 187
 • Sl. sólarhring: 418
 • Sl. viku: 1877
 • Frá upphafi: 2355949

Annađ

 • Innlit í dag: 173
 • Innlit sl. viku: 1747
 • Gestir í dag: 171
 • IP-tölur í dag: 167

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband