4.10.2020 | 23:50
September enn
Við lítum nú á hálofta- og sjávarhitastöðu í nýliðnum september. Mánuðurinn var í kaldara lagi miðað við það sem algengast hefur verið síðustu árin. Háloftavindar voru ívið stríðari af bæði vestri og suðri heldur en að meðaltali og 500 hPa-flöturinn var lægri en meðaltalið segir til um - það síðasta segir okkur að loftið hafi verið af nokkuð norrænum uppruna þó það hafi hingað komið úr suðvestri.
Fyrsta kortið sýnir meðalhæð 500 hPa-flatarins í september (heildregnar línur) en litafletir sýna vik frá meðallagi. Bláu vikin eru neikvæð, en þau brúnleitu eru jákvæð. Af þessu má ráða að háloftavindar hafa verið að mun stríðari en venjulega milli Íslands og Bretlandseyja.
Hér sýna heildregnu línurnar enn hæð 500 hPa-flatarins, þykktin er dregin með daufum strikalínum, en þykktarvik er sýnt í lit. Þykktarvikamynstrið er ekki ósvipað hæðarvikamynstrinu - veður var kaldara en venjulega yfir Grænlandi og Íslandi, en hýrra yfir meginlandinu - sérstaklega við Eystrasalt. Vikið yfir Vestfjörðum er milli 40 og 50 metrar, það samsvarar því að hiti í neðri hluta veðrahvolfs hafi verið rúmlega -2 stigum undir meðallagi. Vik eru minni yfir Austurlandi, rúmir 20 metrar.
Þetta vikamynstur háloftanna er nægilega eindregið til þess að leita má uppi svipuð tilvik í fyrri septembermánuðum. Það líkasta sem finnst við snögga leit er september árið 1989, en eitthvað svipað mun líka hafa verið uppi árið 2009, 1969 og jafnvel 1929. Einhverjir hefðu e.t.v. freistast til að búa til reglu - svona staða kæmi bara upp ef ártalið endaði á 9. En þannig ganga hlutirnir ekki fyrir sig í raunveruleikanum - lofthjúpnum er nákvæmlega sama hvað árið heitir.
Hér má sjá stöðuna í september 1989 - harla lík stöðunni á fyrri mynd, nema hvað mesti kuldinn var aðeins vestar þá heldur en nú - það kom líka fram í þykktarvikamynstrinu. Kaldast var á Vestur-Grænlandi. Um þann mánuð segir í textahnotskurn ritstjóra hungurdiska: Rysjótt tíð nema austanlands. Uppskera úr görðum í rýrara lagi. Hiti var í meðallagi. Já, hiti í meðallagi - hann var það eiginlega líka nú sé miðað við eldri meðaltöl. Meðalhitinn í Reykjavík var nú jafn meðallaginu 1961 til 1990, örlítið hærri en í september 1989. Það er erfitt að eiga við þessar stóru breytingar á langtímameðaltölum.
Til gamans skulum við að lokum líta á sjávarhitavik í þessum tveimur septembermánuðum.
Skýrara eintak myndarinnar má finna í viðhenginu. Hitavik september 2020 eru til vinstri á myndinni, en 1989 til hægri. Efra myndaparið sýnir Norður-Atlantshaf, en það neðra Norðuríshafið. Sjávarhiti er víðast hvar fyrir ofan meðallag nú - nema á litlu svæði fyrir norðan og norðaustan land. Hitavikin í Norðuríshafi eru hreint ótrúleg - enda ísútbreiðsla nú miklu minni en venja hefur verið. Í september 1989 var sjávarhiti víðast lítillega neðan meðallags kringum Íslands, en reyndar ofan meðallags í Barentshafi og þar austur af - rétt eins og nú. En þá þakti ís miklu stærra svæði heldur en nú. Við skulum hafa í huga að meðalsjávarhiti er ekkert sérlega vel skilgreindur á hafísslóðum - á það líka við ísasvæðið við strönd Norðaustur-Grænlands.
En sjávarhitavik á þessum tíma árs (í lok sumars) segja ekki endilega mikið um stöðuna á komandi vetri. Þegar illviðratíðni vex blandast yfirborðssjór betur því sem undir liggur - og önnur vik geta afhjúpast. Rétt að gefa því gaum.
Bestu þakkir til BP fyrir alla kortagerð.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 16
- Sl. sólarhring: 274
- Sl. viku: 2395
- Frá upphafi: 2434837
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 2122
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Var september í kaldara lagi miðað við undanfarin ár? Varla. Kaldara var síðast fyrir tveimur árum (meðalhitinn í Reykjavík 7,1 stig en nú á sama stað 7,3 stig). Einnig var kaldara árið 2013 (7,1 stig) og 2012 (7,3 stig). Hitinn er einfaldlega að síga niður á við og stefnir í að verða svipaður og fyrir aldamótin. Greinilegir hnökrar í hlýnuninni.
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 6.10.2020 kl. 09:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.