21.7.2020 | 22:52
Í jafnvægi
Hafið umhverfis Ísland er að meðaltali hlýrra en loftið sem yfir því er, skynvarmi streymir frá sjó í loft. Á þessu ástandi eru þó undantekningar, streymi mikið af hlýju lofti langt sunnan úr höfum í átt til landsins kælir yfirborð sjávar það á leið hingað - sama á við um hlýtt loft sem hingað kemur stundum frá meginlandi Evrópu að sumarlagi - og jafnvel á það við þegar loft sem hlýnað hefur yfir sólvermdu yfirborði Íslands streymir út yfir sjó. Það síðastnefnda er nægilega algengt til þess að í fáeinar vikur að sumarlagi er sjór oftar kaldari en loft við strendur landsins. - Það er kannski hið eiginlega íslenska sumar. Á öðrum tímum árs er meðaltalið ákveðið á hinn veginn - sjórinn er hlýrri en loftið (oftast).
Í veðurlíkönum er nauðsynlegt að reikna þessi varmaskipti lofts við yfirborð lands og sjávar út - slá á það tölum. Skynvarmaskiptin eru reyndar ekki þau einu - vatn gufar upp af yfirborði - eða þéttist á því. Geislunarferli koma líka við sögu.
En korti hér að ofan er tilefni þessara skrifa. Litirnir sýna skynvarmaflæði á milli yfirborðs og lofts eins og evrópureiknimiðstöðin spáir að þau muni verða kl.3 nótt (aðfaranótt miðvikudags 22.júlí). Ekki mikið um að vera. Rauði liturinn - sem hvergi er sterkur sýnir svæði þar sem varmi streymir frá yfirborði til lofts - það gerist í norðvestanáttinni milli Íslands og Noregs - norðanloftið streymir út yfir eitthvað hlýrra sjávaryfirborð. Hinn kaldi kroppur Grænlandsjökuls kælir það loft sem hann fær að snerta (grænt) - annars er flest í jafnvægi. Dálítil sunnanátt við Suðausturland ber loft af slóðum hlýsjávar undan Hornafirði til norðausturs inn á kalda tungu Austuríslandsstraumsins - heimili austfjarðaþokunnar.
Myndin er töluvert öðruvísi að deginum. Þá vermir sólin landið og varmi streymir frá yfirborði þess og í loftið. Harmonie-spákort sem gildir kl.15 í dag (þriðjudag sýnir það).
Við sjáum enn blettinn undan Suðausturlandi - líkönin þó ekki alveg sammála. Sömuleiðis eru kælingarblettir yfir jöklunum - og hæstu fjöllum Norðurlands - þar sem enn er snjór - sólin getur auðvitað brætt hann (og gerir það) en ræður ekki við að koma yfirborðshitanum yfir núllið - snerting við loft er því kalt. Á hábungu Vatnajökuls er loftið væntanlega í núlli hvort eð er (það eru engin hlýindi yfir landinu) - og yfirborðið hitar hvorki loft né kælir. - Þegar kvöldar dofna rauðu litirnir - og hverfa að mestu um miðnæturbil. Upplausn harmonie-líkansins er þó það miklu betri en líkans evrópureiknimiðstöðvarinnar að við sjáum bæði græna og gula bletti á næturkortunum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 38
- Sl. sólarhring: 322
- Sl. viku: 2300
- Frá upphafi: 2410289
Annað
- Innlit í dag: 29
- Innlit sl. viku: 2060
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 27
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.