Langt í hlýtt loft

Þó kuldapollar norðurhvels sýnist með allraaumasta móti miðað við árstíma er það samt svo að langt er í mjög hlýtt loft frá okkur séð - og ef marka má spár virðist það ástand ætla að halda áfram.

w-blogg240520a

Hér má sjá spákort evrópureiknimiðstöðvarinnar um hæð 500 hPa-flatarins og þykktina síðdegis á þriðjudag, 26.maí. Jafnhæðarlínur eru heildregnar - af þeim má ráða vindátt og vindstyrk í miðju veðrahvolfi. Þykktin er sýnd í litum. Mörkin milli bláu og grænu litanna er við 5280 metra þykkt - við viljum helst ekki sjá neitt blátt yfir okkur frá vori fram á haust.

En blái liturinn er orðinn rýr á kortinu - og ekkert sést í það sem kalla má vetrarloft. Ef vel er að gáð má sjá örsmáan bláan blett norðaustur af Íslandi - það er hann sem fer hér yfir í kvöld og í nótt (aðfaranótt mánudags) og „veldur“ snjókomu á hærri fjöll - þessi þykkt getur reyndar valdið snjókomu alveg niður undir sjávarmál blási vindur ekki af hafi og/eða sé úrkomuákefð nægilega mikil. 

Hið raunverulega sumar byrjar í gula litnum. Þar er þykktin meiri en 5460 metrar. Á þessum tíma árs og vel fram eftir júnímánuði getum við samt verið sæmilega ánægð ef við erum laus við dekksta græna þykktarlitinn. En við eigum að fá hann yfir okkur hvað eftir annað næstu vikuna - og jafnvel blátt líka. Guli liturinn á rétt að fá að strjúka austurland stutta stund á fimmtudaginn (en það er langt þangað til). 

Lægðir eiga að renna hjá - berast til austurs ótt og títt og skiptist þá á annars vegar suðlæg átt með rigningu sunnanlands og vestan og þá sæmilegu eystra og hins vegar vestlæg - eða jafnvel norðlæg átt með skúrum og mjög svölu veðri. Sé að marka spár er helst að nokkuð hvasst og blautt verði á miðvikudaginn.

Það er þó kostur að rigningarinnar er raunverulega þörf. Jörð orðin mjög þurr og gróðureldahætta var því orðin umtalsverð. Þó ekki verði um veruleg hlýindi að ræða ætti gróður samt að taka eitthvað við sér og varla verður alveg sólarlaust alla daga vikunnar. Gróðurinn nýtir sér sólina vel - sömuleiðis þeir sem sitja í skjóli undir vegg. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 41
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 439
  • Frá upphafi: 2343352

Annað

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 395
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband